Búnaðarrit - 01.01.1905, Síða 142
188
hærri. Árið 1824 hafði félagið leyfi til.ajðtaka 18nom-
endur og 1841 mátti það taka 50 nemendur 3. hvert ár.
Fyrst um sinn fengu þessir verknemar ekkert kaup,
en þó leið ekki mjög langt um, þar til farið var að greiða
• þeim kaup. í fyrstu var þetta kaup lágt, .60 kr. fyrir
1. árið, 72 kr. fyrir 2. árið og 80 kr. fyrir , 3. árið.
.Síðan hefir kaupið verið hækkað aftur og aftur, og nú er
það 120 kr. 1. ár, 160 kr. 2. ár og 200 kr. 3. árið.
Fjöldi manna hefir stundað verknám á þennan hátt,
og hefir það reynzt Dönum maetavel. Margir af nemend-
unum hafa orðið dugnaðar- og framfaramenn, og komist
til auðs og metorða, þótt þeir hafi verið blásnauðir í
þyrjun. Að lýsa allri tilhögun á námi þessu, er hór ekk-
ert rúm tii, en þess skal að eins getið, að þó það sé og
hafi verið nefnt verknám eingöngu, þá fylgir því nokkurt
,bóknám. Það er ætlast til að húsbóndi nemandans út-
skýri fyrir honum tilgang starfanna og starfsháttanna og
pð nemandi haldi dagbók, sem hann iiti í slíkar leið-
beiningar ásamt eigin at.hugunum sínum. Þessar dag-
,bækur eru síðan rannsakaðar af nefnd manna, sem fé-
Jagið nefnir til þess, og nemanda gefinn vitnisburður fyr-
ir færsluna. Þess skal og getið að nemendur eigi eru
látnir dvelja nema eitt ár á sama stað, svo að þeim
gefist tækifæri til að sjá og athuga senr flest og vinna
undir ýmsum skilyrðum.
Það er fyrirkomulag búnaðarnáms í Danmörku eins
og frá því hefir verið skýrt hér að framan, sem er að
ryðja sór braut í Noregi og Sviþjóð nú á síðustu árum.
Menn eru fai-nir að sjá, að bóknámið og verknámið verð-
ur hvorttveggja betra með því, að verknaðurinn só lærð-
ur hjá bændum, og skólarnir séu að eins bóklegir, en að
.hvorttveggja sé stundað í senn. Reynzla Dana er búin
að sanna þetta svo ljóst, að ekki er hægt að loka
augum fyrir því. Reynzlan við bóklega og verklega
skóla hefir á hinn bóginn sýnt, að örðugt er að hafa
þetta tvent 1 taki í senn, svo að hvorugt lúti í of lágu