Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 144
140
II.
Búnaðarníim á íslandi.
Fyrsti búnaðarskólinn var stofnaður í Ólafsdal árið
1880. þá á Hólum árið 1882, á Eiðum 1883, en á
Hvanneyri eigi fyr en 1890.
Að gera tilraunir viðvíkjandi jarðrækt, er nýbyrjað
hér á landi. Gróðrarstöðinni við Reykjavík var komið á
fót árið 1900, og sama sumar tekur trjáræktarstöðin
á Akureyri til starfa. Tilraunast.öð Ræktunarfélags Norð-
urlands við Akureyri byrjar vorið 1904 að gera ýmsar
tilraunir, og í sambandi við hana smátilraunastöðvar um
alt Noi ðurland. Af þessu stutta yflrliti sést, að vér höf-
um orðið á eftir nágrönnum vorum með stofnun búnað-
arskóla og tilraunastöðva, og þar af leiðandi eigi að
undra, þótt búnaður vor sé eigi á háu stigi. Sórstak-
lega höfum vér orðið fyrir ómetanlegu tjóni af því, hve
lengi heflr dregist að stofna tilraunastöðvar. Af því heflr
leitt að litlar nýjungar, bygðar á innlendri reynzlu, hafa
komið frá búnaðarskólum vorum.
Um stofnun og fyrirkomulag búnaðarskóla vorra
fram að síðustu tímum, er mönnum kunnngt, og þýðir
því ei að fjölyrða um það.
Kenslan við búnaðarskólana heflr verið bæði bókleg
og verkleg, þar til er fyrirkomulaginu var breytt við
búnaðarskólann á Hólum árið 1902. verklega og bóklega
kenslan aðskilin.
Yér ætlum eigi að dæma um, hvernig búnaðarskólarnir
hafi leyst starf sitt af hendi, — til þess vantar oss næg-
ar upplýsingar. — Frá skólunum hafa komið ýmsir nýtir
menn, sem nú eru dreyfðir víðsvegar um landið, og með
þessum mönnum heflr fluzt þekking, sem heflr komið
búnaði vorum að notum. Hins vegar er því eigi að
leyna, að búnaðarskólar vorir hafa ástundum orðið fyrir
ómildum dómum.
Á síðari árum hafa sérstaklega heyrst raddir um,
að verklega náinið við búnaðarskólana væri ófulikomið,