Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 148
144
Eins og áður er um getið, var verklega og bóklega
uámið við Hólaskóla aðgreint haustið 1902. Jörðin
var leigð sérstökum manni, en skólastjóri hafði að eins
umsjón með bóklegu kenslunni. Ætlun amtsráðsins
var þó eigi, að leggja niður verklega kenslu, heldur að
piltum yrði komið fyrir hjá bændum, þar sem þeir gætu
lært sömu störf og áður við búnaðarskólana.
Til þess að þessu yrði sem haganlegast fyrirkomið,
sendi amtsráðið Jósef kennara Björnsson utan vetuiánn
1902—-’03, og átti hann að kynna sér fyrh'komulag
verklegrar búnaðarfræðslu í nágranna löndum vorum, og
koma með tillögur í þá átt. Tillögur hans gengu aðallega
í þá átt, að piltum yrði komið fyrir við verklegt bún-
aðarnám hjá bændum, sem eru álitnir því vaxnir, að
veita fræðslu í þeiin greinum, sem piltarnir vilja sér-
staklega læra. Skólastjórinn hefir séð um að útvega
piltum verustaði, og gert samninga fyrir þeirra hönd
við hlutaðeigendur. Öllum piltum hefir verið gert að
skyldu að halda dagbækur, og set eg hér regiur þær, sem
fylgt hefir veiið, hingað til við færslu þeirra.
1. Nafn nemanda og dvalarstaður skal skráð á fyrstu
Iblaðsiðu bókarinnar.
2. Efni bókarinnar skal skift í tvo kafla er merk-
ist A. og B.
í fyri'i hlutanum skulu vera vinnutöflurnar með at-
hugasemdum, en í hinum síðari lýsing jarðarinnar, þar
sem pilturinu dvelur, og yfirlit yfir búnaðinn á henni.
A. Yinnutöflurnar.
1. Nemandinn skal í skýrslu þessari skrá öll þau
störf, sem hann sjálfur vinnur. Þetta skal glögglega
sýna hversu margar klukkustundir hann hefir unnið að
hverju starfi daglega, og yfir allan námstímann. Sjáifs-
vinnuskýrsian skal rituð eftir formi því, sem hér fer á
eftir.