Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 154
150
t
/ýmsra merkra manna um þetta mál. Sérstaklega eftir-
tektarverð eru orð P. Feilbergs þessu viðvíkjandi, og
sömuleiðis álit;Landbúnaðarfélagsins danska. P. Feilberg
segir í bréfl til J. B.
„Hvað, viðvíkur verknámi er sú skoðun alveg rétt,
að fyr eða síðar kemur sá tími, að sjálfsagt þykir að
góðir bændur hafi á hendi kenslu! í hinni verklegu bú-
fræði en ekki skólarnir." Ivandbúnaðarfélagið danska
álítur ..einnig að heppilegt muni vera, að aðskilja bóklegu
ng verklegu kensluna, og koma henni (verklegu kensl-
unpi) fyrir á líkan hátt og gjört hafir verið við Hóla-
skóla, og skýrt hefir verið frá hér að framan. Yér á-
lít.um einnig að þetta sé spor í rétta átt, en hins vegar
dylst oss eigi, að til þess að þetta geti , komist í við-
unanlegt horf, þarf skólinn að hafa meira fé til umráða
en hingað til, og fyrirkomulag kenslunnar lagað ettir
því, sem reynslan bendir á að bezt muni fara.
Til þess að hægt sé að útvega piltum góða veru-
•staði, þurfa þeir að vinna fyrir lítið kaup. En fæstir
þeirra eru svo efnum búnir að þeir geti það. Því álít-
um vér að brýna nauðsyn beri til, að þeir fái svo mik-
inn styrk, að þeir með launum sínum og styrk, geti
borgað skólakostnaðinn. Á þennan hátt gætu góðir bú-
menn fengið vinnukraft, og sá vinnukraftur mundi koma
þeim að betri notum en við búnaðarskólana.
Vér látum því máli voru lokið að þessu sinni. Vér
vonum að það sem hér hefir verið sagt, geti gefið ýms-
ar bendingar um það, á hvern hátt sé bezt að haga
búnaðarskólamálum vorum, og að þeir menn, sem mestu
ráða í þessu, athugi mál þetta rækilega, og komi því í
viðunandi horf. Vérálítum að með góðum búnaðarskól-
um og öflugum tilraunastöðvum, sé lagður grundvöllur
til framfara í búnaði á íslandi.
Vér megum engan vegin sofa lengur. Vér höfum.
sofið helzt til lengi. Vöknum og tökum til starfa og