Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 158
154
ár. Danska hámatið smjörmatsnefndavinnar, sem á að
vera og er að nokkru leyti bygt á söiuverði smjörsins,
komst einu sinni niður í 81—82 aura, og er það lægra
en það hefir nokkru sinni áður verið. Síðastliðin 1 ár
hefir hámatið verið að meðaltali þetta.
1901 var það að meðalt. 97,4
1902 96,7
1903 — - —--------- 93,8
1904 - - ---------- 90,5
Hið sanna söiuverð hins danska smjörs hefir verið
þetta síðasta ár að meðaltali 3— 3J/2 eyrir hærra en há-
matið; en árin á undan hefir það ekki munað eins miklu.
Meðalverð á islenzku smjöri í Engiandi hefir numið:
1902, 78—79 aura; 1903, 79-80, og 1904 76-77.
Hin almenna verðlækkun smjörsins hefir þvi einnig náð
til þess smjörs, er héðan var flutt. Auk þess er það
ýmislegt fleira, sem heflr haft áhrif á sölu þess, og valdið
því, hvað það seldist titölulega illa, og mun síðar á
það minst
En það, sem yfirleitt hefir orsakað hið lága smjör-
verð siðastliðið ár, er fyrst og fremst aukinn aðflutn-
ingur á smjöri til Englands. Þessi aukni aðflutningur
skýrist Ijósar þegar þess er gætt að til Englands var
flutt af smjöri.
1901 —1902 — 376,3 milljón pd.
1902 — 1903 — 403,9 -------.
1903—1904 - 412,6 ----------.
Sérstakiega hefir smjörflutningur frá Ástralíu aukist
mikið. Hann hefir verið síðustu árin sem hór segir:
1901 — 1902 - 24 miiljón pd.
1902- 1903 — 27 ------.
1903- 1904 - 46 --------—.
Aðflutningur frá Rússlandi og Síbeiiu á smjöri, heflr
einnig aukist til muna. Þaðan var 1903 —1904 flutt út
um 125 miljón pund af smjöri, og var mestur hluti
þess seidur í Englandi.