Búnaðarrit - 01.01.1905, Side 159
Hið annað, sem veldur hinu lága smjörverði í Eng-
landi er, eftir því sem konsúlent Haraldur íaber skýrir
frá, nú sem stendur deyfð og atvinnuskortur meðal
verkamanna, er vinna og hafa unnið þar í verksmiðjum.
Kaupgjaldið hefir lækkað til muna, og þetta hefir svo
aftur áhrif á efnahaginn og dregur úr getu manna til
þess að kaupa hinar betri t.egundir lífsnauðsynjanna, og
Verða þeir því að neyta sér um það, og þar á meðal
er smjörið.
Haraldur Faber hyggur, að hið iága verð smjörsins
muni haldast að minsta kosti næsta ár, Hann gerir
ráð fyrir því, að aðflntningur a smjöri haldi áfram að
aukast, og að þessi deyfð í verksmiðju inðnaðinum, sem
nu á sér stað, muni haldast fyrst um sinn.
Enn má geta þess, að smjörframleiðsla írlendinga
hefir aukist síðustu árin, og hefir það sýna þýðingu. En
um það kemur þó öllum saman, að það eigi langt í
land, að England með sinum nýlendum geti fullnægt
smjörþörf þjóðarinnar eða smjörfætt sig sjálft. Afþví
smjöri, sem Englendingar neyta eru 56°/0 aðflutt frá
óviðkomandi löndum, 15°/0 trá nýlendum þeirra og 29°/0
sem framleitt er í landinu sjálfu, og mestur hluti
þess er búinn til á írlandi.
Þótt smjörsöluhorfurnar séu eigi sem beztarnúsem
stendur, þá getur það eigi og má eigi hafa nein áhrif á
þann áhuga, sem vaknaður er í landinu til að koma á
fót smjörbúum og framleiða setn mest smjör. Smjörið
er háð sama lögmáli og aðrar vörur, að það stígur og
iækkar i verði á heimsmarkaðinum, samkvæmt eftir-
spurn og framboði. Nú hefir smjörflutningur tii Eng-
lands aukist meira að tiltölu einkum síðastliðið ár, en
þörf og geta ensku þjóðarinnar nemur, og fyrir því hefir
smjörið lækkað í verði. En þetta getur breytst aftur,
er minst varir, og það næði engri átt að hætta að búa
til smjör til útflutnings, þótt þetta lága verð haldist eða
jafnvel lækkaði enn meir en orðið er. Þetta vonum vér