Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 160
156
þó að ekki verði, enda lítil rstæða til að óttast lækkun,
svo neinu nemi. — En það sem fyrir oss er áríðandi, er það
að vanda smjörgerðina sem allra bezt, og taka oss fram
í því að búa til gott smjör.
Þegar sölureikningar smjörsins eru bornir saman
við hámatið, þá kemur það í Ijós, að smjörið hóðan
hefir selst frá 5—30 aurum undir hámatinu. Af smjöri
því sem flutt var út síðastliðið ár eru það nálægt 60.000
pd. eða 8/n hlutar þess. sem annaðhvort. heflr ekki náð
í verðlaun eða þá aðeins önnur verðlaun. Þessir
3/n hlutar hins útflutta smjörs hafa selst á 21—30
aura undir hámati, eins og það var þá, er smjörið var
selt. En bað smjör, er náð heflr í 10 aura verðlaunin
heflr selst að jafnaði 10—15 aurum undir hámat.i. Það
sést af þessu. að íslenzkt smjör befir yflrleitt selst að
eg kalla illa í samanburði við dansk smjör, einkum riú
er þess er gætt, að hið sanna söluverð danska srnjörs-
ins, var að jafnaði 3 —3x/2 eyrir hærra en hámatið. —
Norsk smjör selst að jafnaði 6 — 9 aurum utidir dönsku
hámatsverði, og smjör frá Kanada 8—12 aurum undir
hámati. Smjör frá Siberíu selst mjög misjafnt, þetta frá.
8—14 aura undir dönsku hámati. Þegar þetta er nú
athutrað, þá leynir það sór ekki, að smjörið héðan seist-
miklu lakar að jafnaði, en smjör frá þessum áðurnefndu
löndum. En hvernig víkur því við ? Það eru ýmsar
orsakir að þvi, að smjörið selst ekki betur en þetta.
Smjörseljendurnir kvarta yttr þvi, að smjörið só olíu-
kynja, þráakent, myklað og að það sé af því fiskbragð^
og sumu garnalbragð.
Það ætti nú að vera auðið smátt og smátt að bæta
úr þessum göllum að meir eða minna leyti. Með vax-
andi reynslu og þekkingu á smérgerðinni, hlýtur smér-
verkunin að batna. Meðal annars er styðja hlýtur að
umbótum í þessu efni, eru umbætur á mjólkurskóláuum,
svo sem lengri námstími og íleira, og að efnilegar rjóma-