Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 163
159
ur í skuld á hverja kú á stóru búunum en þeim litlu.
Stóru búin bera sig með öðrum orðum miklu betur þeg-
ar á alt er iitið.
í Raumdalsamti í Noregi eru mörg mjólkurbú, en
flest lítil. Árið 1900 voru þar alls 170 rjómabú, er
tóku á móli til smjörgerðar samtals 22 miljónum potta
um árið. Það verður i 200 starfsdaga 647 pottar á hvert
bú á dag, og dagssmjörið úr þessari mjólk má áætla um
55 pd. til jafnaðar. Þessi litlu bú bera sig illa. Smjör-
ið er ekki gott, og er það kent ófullkomnum áhöldum
og laklegri forstöðu, sem leiðir af því, hvað búin eru
lítil. Þau hafa ekki efni á að útvega sór fullkomin á-
höld eða að borga lærðri og duglegri forstöðukonu, en
verða í stað þess að bjargast með ólærðar stúlkur.
Til þess nú að koma lögun á þetta, heflr verið reynt,
síðustu árin að fá menn til að leggja niður þessi litlu
bú og stofna önnur stærri. En vegna þess hvað inn-
sveitis samgöngur eru þar erfiðar og bæir strjáhr, hefir
forstöðumaður mjólkurbúanna í Noregi stungið upp á
því, að stofnuð væru smá shilvindufélög, er útveguðu
sór eina stóra skilvindu hvert. Mjólkin frá næstu bæj-
unum væri svo skilin á skilvindu-heimilinu, en rjóminn
fluttur til smjörbúsins. Til þess að gera tilraunir með
þetta, veitti norska stórþingið 1902, 5000 kr. —
Þegar svo farið var að semja við hlutaðeigandi bændur
um þetta mál, þá neytuðu þeir að leggja fram mjólk til
að gera með tilraunir, og kusu heldur að fá að halda
áfram með sín litlu og ófullkomnu bú. Síðan hafa verið
gerðar fleiii tilraunir, bæði á Hálogalandi og í Raum-
dalsamti, til þess að koma þessum skilvindu-félögum á
fót; en það heflr misheppnast þai til nú 1 vetur, að ein-
hver óveruleg byrjun var gerð í því efni.
Eg hefl skýrt frá þessu hór til að sýna, að viðleitni
þeirra manna i Noregi, er bezt hafa vit á þessu máli,
stefnir í þá átt að stækka smjörbúin og sameina þau,
sem eru lítil.