Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 165
161
fíeti farið í lagi, útheimtist meðal annars, nð herbergið
Rem sýrt er i. sé þett 0g eigi kalt. Þvi er það, að til
þess þarf að vanda sérstaklega, og ríður á að gæta þess
þegar skálarnir eru gerðir.
3. Umgengnin í skáhmum þarf að vera góð, og
alt í sem bestri röð og reglu. Þetta vet ður bústýran að
hafa hugfast, og má eigi út af því bregða. — Eu það
sem eg vil hér sérstaklega minna bæði bústýrurnar á
og formenn búanna er það, að \eyfa euyum óviðkomandi
að fara inn í skálann meðan á smjörgerðinni stendur.
I þessu efni verður bústýran að láta til sín taka, og
aldrei leyfa slíkt. Óviðkomandi tnenn gera Higi annað
en að tefja fyrir verkum, og raska starfsemi búsins, —
Perðafólk er einnig oft misjafnlega til reyka, óhreint og
hrossamóðugt, og gerir því eigi annað, sé því leyft að
ganga óhindruðu um húsið, en að óhreinka það, sem
það kemur nálægt eða snertir á. — Smjörið er mjög
viðkvæmt. og þolir eigi að þvi sé misboðið með slíkri
aðferð; það hefnir sín siðar. — Eftir að verkum er
lokið er sök sér þó mönnum sé leyft að koma inn. —
Um rjómapóstana er hið sama að segja; þeim má eigi
hleypa lengra en í móttökuherbergið.
Bústýran og þær setn vinna að smjörgerðinni með
henni, eiga að vera þokkalega til fara. Þær mega al-
drei vera í óhreinum fötum. enda skartar það jafnan
illa, ekki sízt á kvenfólki. Þær verða. þvi að skifta oft
um föt, einkum sú, er verkar smjörið og býr til
sýruna.
Skálanum þarf að halda hreinum. og ræsta loft og
veggi einu sinni í hverri viku, og þvo þá um leið úr
kalkratui.
4. Meðferð mjólkurinnar oq rjómans á heimilun-
ttwi er mjög oft stórum ábótavant, og orsakar það með-
al annars að smjörið heldur sér ver en ella. Það sem
fyrst og fremst, þarf að hafa hugfast, er að mjólkin sé
höfð hrein. Hið fyrsta skilyrði til að fá hreina mjólk
11
L