Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 166
162
er það að mjólka kýrnar með nýja mjaltalaginu. Þá
er mjólkað með þurrum höiidum, og heflr það mikla
þýðingu fyrir þrifnaðinn. Þess skyldi og jafnan gætt, ef
kýr eru sárspenar, gð bera á spenana eftir að húið er
að mjölka, og nota til þess bragðlausa og lyktar-
lausa feiti.
Skilvinduna þarf að þvo vel i hvert skifti sem hún
er notuð. Þegar búið er að skilja riður á að rjóminn
sé kældur uudir eins. Bezt er að kæla hann í brunni
eða öðru köldu vatni. Só hann kældur niðri í bala eða
öðru íláti, þarf að skifta um vatnið í því eftir 1 klukku-
stund, og svo aftur nokkru seinna.
Að örðu leyti vísast hór til „Oóðra ráða“ nr. 2,
er Búnaðarfélag íslands hefir gefið út, og sem er útbýtt
geflns til allra smjörbúa, er stofnuð hafa verið til þessa.
Loks vil eg í þessu sambandi miuna á ærmjöltun-
arföturnar. fínginn vafi er á, að þær bæta mikið þrifn-
aðirin að þvi er snertir mjaltir á ám. Æskilegt væri
því, að sem flestir útveguðu sór þær. og notuðu við
ærmjaltirnar. Þær kosta kr. 3,50.
5. Prófun rjómans sem kemur til smjörbúanna.
Eitt af þvi, sem reynt, hefir verið í Danmörku, til þess
að hafa áhrif á meðferð mjólkurinnar á heimilunum er
það, að prófa hana um leið og hún kernur til bi'ranna.
Það er vanalega gjört einu sinni i viku og með þeim
hætti að iykta af henni, skoða hana, og bragða á henni.
Það • er verkstjóri búsins er þetta gjörir, ásamt þar til
kjörnum manni úr flokki þeirra, sem eru í búinu.
Hverjum félagstnanni búsins er svo gefinn vitnisburður
eftir gæðum og útliti mjólkurinnar.
í Ringköpingamti á Jótlandi hafa 22 mjólkurbú tek-
ið sig saman um að láta rannsaka mjóikina á þennan
hátt, og ráðið til þess sérstakan mann með verkstjórum
búanna. í þessu félagi fer prófunin frarn einu sinni í
hverjum mánuði. 1 sama amti hafa á öðrum stað 16
bú gengið í felag í sama tilgangi. Þar er mjólkin