Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 169
165
urinn er ákveðinn með töium, frá 1—15 stig. Ef sér-
stakir gallar eru á smjörinu, sem oft vill vera, er þeirra
getið á prófblaðinu, sem að afloknu prófi er fest við
hvert merki. Meðan smjörprófunin fer fram, er smjör-
balinn eða smjördallurinn hafður í hulstri, svo eigi sjáist
frá hverjum hann er.
Þegur eg var erlendis árið 1903, var eg á nokkrum
héraðssmjörsýningum, og fókk leyfi til að vera við smjör-
prófunina. Meginhluti smjörsins á þeim sýningum fókk
9—11 stig. Bezt eða hæstum vitnisburði man eg eftir
13 stig, og lægst ð1/^ stig. — Verðlaun eða heiðursvið-
urkenningu fá þeir, er sýna bezt smjör. Verðiaunin eru
tíðast einhverjir eigulegir munir.
Arsxýnmgarnar sem eg svo nefni, eru haldtiar fyrir
stór svæði eða vissa landshluta, og eigi oftar en einu
sinni á ári. Rótt til þess að taka þátt í þeim, hafa að
eins þau smjörbú, er senda smjör á hóraðasýningarnar.
Þessar sýningar eru og styrktar af ríkissjóði.
Auk þessa er sýnt smjör og prófað við efnarann-
sóknastofnunina í Kaupmannahöfn. Það eru 738 bú, er
senda þangað smjör nú sem stendur, og hvert þeirra 3.
á ári. Þar er og gefinn vitnisburður eftir gæðum smjörs-
ins, og fá þeir. er skara fram úr í smjörgerð heiðurs-
viðurkenningu eða „diplóm".
1 Noregi eru og haldnar smjörsýningar öðru hvoru,
ýmist fyrir einstök héruð og ömt eða þá stærri lands-
hluta. Til þessara sýninga er veitt fé af iandssjóði eins
og í Danmörku, og fyrirkomulagið að öðru leyt' svipað.
Þegar nú um það er að ræða, að koma hór á sýn-
Uigu á smjöri frá smjörbúunum, þá er eigi þvi að leyna,
uð á því eru ýmsir erfiðleikar.
Til tals hefir komið að prófa smjörið frá búunum
það kæmi til Reykjavíkur, en það er upplýst, að próf-
un hefir ókosti í för með sór fyrir sölu smjörsins, og hefir
Því verið horfið frá að gjöra það að svo vöxnu máli.
Það, sem að mínu áliti gæti komið til álita í þessu