Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 170
166
máli er það, að smjörbúasamband Suðurlands riði á vað-
ið, og byrjaði með því að halda eina smjörsýningu t. d.
sumarið 1906. Sýninguna ætti að halda á sunnudag
seint í júli eða snemma í ágúst. Sýningarstaðinn hygg
eg bezt valinn við Þjórsárbrú. Þann dag, sem sýningin
er haldin, ættu smjörbúin að standa kyr eða hvíla sig,
svo bústýrunum og þeim er vinna með þeim á búunum
gæt.i geflst kostur á að vera á sýningunni. Búnaðarfé-
lag íslands boðar til sýningarinnar, og tilkynnir formönn-
um smjörbúanna hvaða dag sýningarsmjörinu skuli safn-
að. Smjörið sem sýnt er, á að vera alt jafngamalt, segj-
um tveggja vikna, og vera komið á sýningarstaðinn deg-
inum áður en sýningin er haldin. Pélagið mundi og
væntanlega veita einhvern styrk til sýningaiinnar, og út-
nefna einn eða fleiri af prófdómendunum.
Smjörsýning einusinni á sumri, með svipuðu fyrir-
komulagi og hér heflr verið minst á, mundi ekki kosta
ýkja mikið. Þar á móti mundi hún hvetja tilsamkepni
hjá bústýrunum í því að búa til sem bezt smjör, og
auka áhuga þeirra og annara, er þetta mál tekur til, á
smjörgerðinni yflr höfuð.
7. Oeymsla smjörmns á smjörbúunum áður en það
er sent í burtu, er oft ófulikomin, og erfltt að bæta úr
því nema þá með töluverðum kostnaði. Æskilegast er
að geta sent smjörið 1.—2. i viku á gott. íshús. En þar
sem því verður ekki komið við, þarf að vera sérstakur
geymslustaður fýrir smjörið við búið. Hentugan geymslu-
stað, eftir því sem um er að gera, mætti fá með því
að gera kjallara undir svefnherbergið í skálanum. Ganga
vei frá gólfl og veggjum og geyma svo smjörið þar.
Að öðrum kosti mun óumflýanlegt að búa til sér-
stakt hús i þessu augnamiði, einskonar íshús. Þetta smjör-
geymsluhús má vera niðurgrafið, að eins að það sé þurt,
og enginn vatnsuppgangur i því. í öðrum endaþessnrá
svo útbúa sórstakt rúm til að geyma í ís. Lengd húss-
ins mætti vera 10 álnir, 6 álnir á breidd og 81 /a alin