Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 171
167
vegghæð. Veggirnir rr.ega. vera úr torfi, 4. feta þykkir;
en yfir húsið er bezt að gera með sperrum, langböndum
og járni. Þekja má með torfi utan yfir járnið. Á mæn-
ir hússins þarf að vera strompur, og vindauga gegnum
annan hliðvegginn með hlera fyrir, sem hægt sé að opna
og láta aftur. Bezt er að hafa þykt. malarlag ofan á
gólfinu í þeim endanum, sem smjörið er geymt í. —
Þannig lagað hús mundi kosta kringum 200 kr.
8. Hitun rjómans eða mjólkurinnar er talið að
niiða að því, að bæta smjörið, og að það geymist þá
betur. Árið 1898 var það lögboðið í Danmörku að öll
mjólk, er kæmi til mjólkurbúanna skyldi hituð í 85°C.
Síðast liðið ár var þessum lögum breytt að því er hita-
stigið snertir eða það fært niður í 80°C.
Tilgangurinn með þessaii hitun er aðallega sá, að
eyðileggja alt gerlalíf í mjólkinni, með það sérstaklega
fyrir augum að stemma með því sligu fyrir útbreiðslu
berklaveikinnar og í öðru lagi, þð hafa áhrif á smjörið
©inkum í þá átt, að það þoli betur geymslu. — Þessi
hitun mjólkurinnar eða rjómans nefnist á útlendu máli
„pasteur)serin(/“; dregur hún nafn af hinum fræga vís-
indamanni Pasteur, sem dáinn er fyrir nokkrum árum.
Hann leiddi það í ljós með tilraunum sínum, að berkla-
gerillinn eyðilegðist algeriega við 80—85° C. hita. — En
um leið og mjólkin eður rjóminn er hitaður þetta mikið
eyðileggjast ótal aðrar gerlategundir, sem ella hefðu
skaðieg áhrif á smjörið og geymslu þess. En jafnframt
hituninni þarf, þegar um smjörgerð er að ræða, að kœla
mjólkina eða rjómann undir eins niður í 10—12° C.
Þessu má ekki gleyma, því það tvent hitun og kæling,
verður að fylgjast að ef vel á að fara.
Til þess að sýna hvað kælingin hefir mikið að þýða
fyrir gæði smjörsins, má geta þess, að á öllum smjör-
sýningum í Danmörku fær það smjör hæstu einkunn, er
bezt eða lægst hefir orðið kælt. Á sýningunni Óðinsey
3 900 var sýnt smjör frá 715 mjólkurbúum, og þau af