Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 172
168
þessum búum, er höfðu kælt mjólkina niður í 8—10°C.,
fengu hæstan vitnisburð fyrir sitt smjör.
Hitunaráhöidin, sem notuð eru í Danmörku eru stór,
og rekin með gufuafli eins og aðrar vélar húanna. — En
fyrir 3 árum hefir Burmeister og Wain i kaupmanna-
höfn búið til hitunaráhald, sem er mikið minna. en þessi
áður algengu áhöld, og sem hreyfa má með handnfii.
Þetta áhald frá Burmeister og Wain fæst í 4 stærðum:
Nr. 1. hitar 280 pd. á klukkustund upp í 80°C. og
kostar 225 kr.
Nr. 2. hitar 350 pd. kostar................ 350 kr.
— 3. — 500 —........................ 400 —
— 4. — 700 —........................ 450 —
Hæfileg kælingaráhöld fyrir okkar bú kosta 200 — .
400 kr. — Nú er spurningin þessi: Eiga smjörbúin hér á
landi að taka upp þá aðferð aö lnta rjómarin?
Eg tel sjálfsagt að þau geri það, er tímar líða, en
eins og nú er ástatt, get eg naumast ráðið þeim tii að
byrja á þvi nú þegar.
Hitun )jómans hefir aukin útgjöld i för með sér.
Fyrst eru það áhöldin er til þess þurfa, hit.unaiáhaldið
og kælingaráhaldið. Þau munu kosta bæði til samans
eftir stæið búanna 600—800 kr. Jafnhliða því að taka
upp þá aðfeið að hita rjómann, myndi viða þurfa að
koma upp reglulegum íshúsum, fullkomnari og betri en
hægt er að notast við til að geyma í smjörið stuttan
tíma. Þessi íshús myndu hvert kosta uppkomin um
1000 kr., og er það eigi ofhátt talið. Hitunin rnyndi
þvi til að byrja með hafa, í för með sér aukinn stofn-
kostnað, er næmi 1600—1800 kr. Hér við bætist svo
aukinn vjnnukraftur, og eldiviður, er nema, myndi yfir
þann tíma, er búin vanalega starfa 200—300 kr.
Auk þessa hefi eg þá skoðun, að bústýrurnar séu
ekki, martrar hverjar, vaxnai' þvi að geta leyst þetta
starf — hitun rjómans með því, sem þar tilheyrir —
svo af hendi að vel fari.