Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 173
169
í Danmörku þar sem öll áhöld eru i bezta lagi, og
kunnátta i smjörgerð og öllu er að henni lýtur ó-
venjulega góð, er þó oft kvartað yfir göllum á smjörinu,
er stafi af ófullkominni hitun og kælingu. —■ A smjör-
sýningunni í Silkiborg i siðastliðnum seftember mánuði,
kom það í ljós, að gallar á sýningarsmjörinu voru aðal-
lega að kenna ónógri kælingu mjólkurinnar eftir hitunina.
Að öllu þtssu athuguðu verð eg að halda því fram,
að enn sé eigi kominn timi til að ráðast í það, síst al-
ment, að hita rjómann.
1T. Flutningur og sála smjörsins.
Um þessi atriði skal eg vera stuttorður að þessu
sinni. Aðalatriðið við geymsiu smjörsins er, að það
haldi sér sem bezt og ekki spiliist. En til þess að það
megi verða, þarf að geyma það í íshúsi. Það á þó eigi
saman nema nafnið hver ishúsgeymslan er. Það er tal-
ið hæfllegt, að smjörið sé geymt í 0°—3° C. hita. Það
má ekki veia fiost á smjörinu. Auðvitað þolir það 3°
—5° C. frost, án þess verulega að skemmast. En sé
það geymt í þetta miklu frost.i inni í íshúsi, þá
hrima umbúðir smjörsins, og hrímið verður svo að
vatni. Þetta hefir svo þau áhrif, að smjör slepjar að
utan og smjörílátin verða svört af súld og raka. Til
þess að smjöiið haldi sór nokkurn vegin óskemt yflr
lengri tíma, má hitinn þar sem það er geymt, aldrei
vera yflr 8° C.; það er það mesta sem hann má vera.
Við útfiutning smjörsins er það að athuga að það
sé sem styztan tíma á ieiðinni, og uð það sé flutt i
kældu rúrni. Þetta þarf að geta orðið sem fyrst. Bún-
aðarfélag fslands hefir nú skrifað stjórnarráðinu um
þetra atriði og farið þess á leyt, að það hlutaðist til
um, að þessar kröfur um fljótar ferðir og kælt rúm
fyrir smjörið, veiði teknar til greina við væntanlega
samninga. um millilandaferðir framvegis. Nú í sumar
mtlar félagið einnnig að hafa eftirlit með, hver'nig um