Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 174
170
smjörið fer í útílufningssldpunum, og er þnð mikiisvert
atriði. Þetta eftirlit verður aðallega í því fóigið, að líta
eftir að vel fari um smjörið, að það sé ekki haft, í
sama rúmi og aðrar vörur, t. d. flskur, lýsi, o. s. frv.,
og að það sé ekki geymt nálægt hestum þegar þeir eru
með. eða þar sem mikill hiti kemst að því.
Það hefir mikla þýðingu, að smjörið se sem skemst-
ari tíma á leiðinni. Ætti því nú í sumar að senda
það með beinustu og fljót.ustu feiðunum t. d. með
„Ceres" 9. júlí; „Lauru“ 27. s. m.; „Kong Tryggva"
22. ágúst; „Ceres“ 30. s. m.; „Vestu“ 27. sept. og
„Lauru“ 26. október.
Að því er sölu smjörsins snertir, þá væu langæski-
legast að geta selt smjörið innlendum smjörkaupmönn-
um fyrir ákveðið verð. Umboðssalan beflr jafnan ýmsa
ókosti í för með sér auk vogunnrinnar. Umboðslaunin
eru tíðast — 3°/o, og auk þess legst á smjörið ýmis-
iegur kostnaður annar utanlands, ishúsleiga, aksturskostn-
aður frá viðkomustnðnum og fleira. — Umboðsmaðurinn
hugsar fyrst og freinst um það, að fá sem mest að selja,
en minna um hit.t, hvernig það selst. Auk þess eru
margir af umboðsmönnunum í raun og veru kaupmenn,
og umboðssalan er því ekki annað en yflrskin.
Mestur hluti hins danska smjörs er seldur smjör-
kaupmönnum fyrir ákveðið verð, og eftir samningi, er
gildir um lengri eða skemri tíma. Þetta ættum við einn-
ig að gera; selja smjörið til kaupmanna hér, og svo
senda þeir það út, og annast sölu á því þar. En það
er hætt við, að erfltt gengi að ná hagkvæmum samn-
ingum við þá um sölu smjörsins, meðan smjörverkunin
er eins og hún er nú alment. Smjörgerðin þarf að batna
tii þess, og smjórið að verða betur samkynja að gæðum
en það hefir reynst að vera fram að þessu.
í Noregi hafa verið stofnuð útflutningsfélög, tvö í
Raumdalsamti og eitt í Þrándheimi. í félögunum í
j