Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 175
171
Naumchlsamti evu 11 smjörbií i öðru en 6 í hinu; en
í Þrándheims-félaginu eru 9 smjörbú, er framleiða 7000 —
8000 pd. um vikuna.
Fólögin í Raumdalsamti gerðu samning við konsúl
Faber í Newcastle um sölu smjörsins. — Smjörið var
rannsakað áður en það var sent og tlokkað. Það smjör,
er kom í fyrsta flokk skuldbatt Faber sig til að borga
5 aura undir dönsku hámati eins og það var þá viku,
er smjörið kom til hans. Þetta gekk nú nokkurn vegin
vel fyrst framan af; en svo var Faber óánægður með
flokkunina, þóttist kenna þar hlutdrægni, og var þá breytt
til með matsmenn. Að öðru leyti hefir samningurinn
haldist, eða hólst t.il ársloka 1904 að minsta kosti.
Það er nú töluvert va.fasamt hvort nokkuð ynnist
fyrir smjörbúin hér við að gera fasta samninga við er-
ienda umboðsmenn um sölu smjörsins. Það er vafasamt
að nokkuð hefðist upp úr slíkum samningum. Hitt er
að minu áliti þýðingarmeira, meðan vór notum erlenda
umboðsmenn til að selja smjörið, að senda. það fleirum
en einum útsölumanni, til þess að auka samkeppnina
tnilli þeirra, því að nógir bjóðast.
Loks vil eg geta þess, sem oft. hefir verið minst á
áður, að nauðsynlegt væri að skipaður væri fasturverzl-
unarerindreki erlendis, til þess að lita eftir sölu á afurð-
um héðan, bæði smjöri, kjöti, hestum o. s. frv. Slíkur
maður ætti að sjálfsöðu að vera launaður af landssjóði.
■— Verzlunarerindreki eða ráða.naútur eilendis, mundi ó-
efað geta gert oss ómetanlegt gagn. Hann ætti að vera
alstaðar á vaðbergi, þar sem um verzlunarhagsmuni
vora væri að ræða; gefa ráð og leiðbeiningar um það,
hvernig varan eigi að vera., til þess að hún geti fengið
álit á sig, og yfir höfuð leiðbeina í öllu, er miðað gæti
að þvi að auka álit og eftirspurn hinna íslenzku vöru-
tegunda.
Næsta alþingi ætti að taka, þetta mál til yflrvegun-