Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 178
174
en ekkei t kom út af því, enda taldi stjórn Búnaðarfélagsins,
er frá leið, eins heppilegt, að kjötið sem sent yrði, væri
minna að vöxtunum, en til var stofnað í fyrstu. Eins
féll það niður, að sérstakur maður, af hálfu Búnaðar-
félagsins, liti eftir frágangi kjötsins, þegar svo lítið var
sent úr hverjum stað.
Herra Zöllner tók erindi Búnaðarfélagsins rnjög vel,
og er hann var hér á ferðinni siðastliðið sumar, gerði
hann ráð fyrir að kaupfélög þau, sem hann skifti við.
myndu senda alt að því 700 tunnur af saltkjöti með
þeim frágnngi. sem þeim stórkaupmanni Sigurði Jóhannes-
syni í Kaupmannahöfn og alþingismanni Hermanni Jónas-
syni hafði komið saman um.
Eftir að herra L. Zöllner hafði komið til Reykjavík-
ur skrifaði Búnaðarfélagið stórkaupmanni Sigurði Jóhann-
essyni svolátandi bréf:
„Út af yðar góða bréfi, dagsettu 29. maí þ. á., lát-
um vér yður hér með vita, að herra konsúll L. Zöllner
í Newcastle hefir skýrt undirrituðum skrifara félagsins
frá því, að fyrir hans tilstilli muni frá kaupféiögum ýms-
um norðan og austanlands næsta haust verða sendar til
yðar hér um bii 700 tn. af kjöti af dilkum og vetur-
gömlu fé, útoúið á þann hátt,, sem þér hafið gert ráð
fyrir. Hversu mikiu kjöti búast má við frá Örum og
Wuif skulum vér skýra yður frá svo fijótt sem oss er auðið.
Herra Zöllner lét í ljósi, að menn hefðu sett tais-
vert mikið fyrir sig hið mjög lága verð sem fékst fyr-
ir nokkuð af kjötinu, sem Hermann Jónasson hafði með-
ferðis næstl. haust; fyrir því væri mjög æskilegt að þér
gætuð skýrt oss frá, hvaða verð byggja mætti upp á að
minst mundi fást fyrir kjötið, og þætti það verð eigi
mjög iágt, mundi eílaust meira verða sent“.
Þessu bréfi svaraði Sigurður Jóhannesson 29. júlí á
þá leið: