Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 180
176
Sé þessum ráðuin íylgt, álít eg, að það sé til mik-
illa bóta. Gæta verður þess, að kjötið sé orðið kalt áðnr
en það er saltað.
Eins og eg heíi sagt yður og Hermanni Jónassyni
áður, geii eg það að skilyrði fyrir því að taka að mér
þessa sölu, að eg sé einn um sölu kjötsins í Danmörku,
Svíþjóð og Noregi og vænti eg að salan verði viðunanleg.
Mér þætti vænt um, að fá að vita, svo fljótt sem
hægt er, hversu mikið eg megi búast við að fá og hve-
nær fyrsta sendingin kemur; fyrstu sending vildi eg fá
svo fljótt.sem hægt er“.
Við stigmælingu pækilsins voru notaðir mælar, er
þeir Hermann og Sigurður höfðu út.vegað, og voru mæl-
arnir sendir þangað, þar sem Búnaðarfólaginu var kunn-
ugt um, að tilraunasending mundi eiga sér stað.
Það fór nú svo eins og áður er drepið á, að kaup-
fólögin sendu mun minna en hr. L. Zöllner bjóst við.
Eins vaið það og að ráði. að þau sendu eigi annað kjöt
nú að þessu sinni, en af dilkum og veturgömlu fó. Auk
kaupfélaganna sendi faktor Zöllners á Vopnafirði allveru-
iega kjötsending til Sigurðar Jóhannessonar. Búnaðar-
félaginu hafa eigi borist skýrslur um það, hvað mikið
var sent frá kaupfólögunum í hverjum stað; þau munu
hafa sent, hvort um sig, þetta upp og ofan frá 10—30
tunnur. og flestöll kaupfólög sent eitthvað frá Stranda-
sýslu og austur um til Suður-Múlasýslu, að þeim báðum
sýslurn meðtöldum. Als voru sendar 254 tunnur, og
sendi stórkaupmaður Sigurður Jóhannesson Búnaðarfélag-
inu með brófi 4. janúar þ. á. skilagrein sína til hr.
Zöllners, og fara hór á eftir brófin og reikningurinn:
„Búnaðarfélag íslands, Reykjavík!
Eg legg héi'með eftirrit af bréfi, ásaml eftirriti af
reikningi yfir tilraunakjötið, og er byrjunin góð eins og
þór sjáið, og árangurinn verður sjálfsagt enn betri næsta