Búnaðarrit - 01.01.1905, Síða 182
178
249 tn. kjöt af clilkum og vcturgömlu 55 kr. tn. = 13695,00 kr.
1 — dilkakjöt nr. 2 .............................. 49,00 —
1 — slög ....................................... 50,00 —
1 — læri ........................................71,50 —
2 — do..........................67 kr. tn. ■= 134,00 —
13999,50
4- Flutningsgjald 14,30 kr.
-1- Ómakslaun 279,99 — 294,29 kr.
Kr. 13705.21 —
í skýrslu Hermanns Jónassonar um kjötsölutilraunir
hafði hann bent á, að kaupfélögin dönsku þyrftu að fá
að reyria saltkjötið héðan, fyrir milligöngu formanns Kaup-
félaga-sambandsins, herra Severin Jörgensens í Kolding.
í annan stað hafði Hermanri fengið loforð þriggja norskra
kjötsala, tveggja í Kristjaníu og eiris í Kristjánssandi, að
gera tilraunir með sölu á linsöltuðu íslenzku kjöti, og
senda Búnaðarfélaginu skýrslur og bendingai þar að lútandi.
Siðastliðið haust skrifaði Búnaðarfóiagið þvi öllum þess-
um mönnum, hvað iiði um kjötsendinguna, með áskorun
um að taka nokkuð til reynslu. Formaður kaupfélag-
anna dönsku heflr tekið upp í skýrslu sina, sem hór fer
á eftir, bréf Búnaðarfélags-stjórnarinnar til sín, og kemur
það á þeim stað. Norsku kaupmennirnir gengu allir úr
skaftinu að taka kjöt tii tilraunasölu frá stórkaupmanni
Sigurði Jóhannessyni, mun þeim hafa þóttkjötið of dýrt,
að þvíerSigurðurskýrirHermannifrá. Einn þeirra svar-
aði brófl Búnaðarfélagsins á þá leið, að hann vildi því
að eins taka slika sölu að sór, að hann fengi kjötið sent
beint héðan.
Bréflð sem stjórn Búnaðarfélagsins sendi stórkaup-
manni Sigurði Jóhannessyni um ráðstöfun kjöt.sins á þessa
fyrhhuguðu sölust.aði, var ritað 7. sept. f. á. og hljóðaði svo:
„í framhaldi af bréfl Búnaðarfélags-stjórnarinnar í).
júli, viljum vér skýra frá því, að eftir þeim upplýsingum
sem meðundirritaður forseti félagsins heflr fengið á ferð-
um sinum um landið í sumar, má búast við að kjötið