Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 183
179
sem sent verður í sumar og haust af veturgömlu fé og
dilkum verði töluvert minna en herra konsúll Zöllner bjóst
við, er hann var á ferðinni í sumar, og stafar það meðfram
af því, hve afbragðs vel menn hafa heyjað á Norður- og
Austurlandi, en árin tvö undanfarin fækkaði þar mjög
skepnum vegna harðæris.
Eftir því, sem umboðsmaður verzlunarhússins 0rum
& Wulf, herra Stefán Guðmundsson, munnlega skýrði
undiri ituðum forseta frá, verður ekkert kjöt sent, til yðar
frá þeirri verzlun.
Vér treystum þvi, að svo mikið komi þó af þessum
kjöttegundum til yðar, með þeirri sölt.un og öllum þeim
frágangi. sem þér hafið óskað eftir, og með hinu ailra
rækilegasta hreinlæti, að nokkur tilraun fáist með sölu
á saltkjöti sem svona er gengið frá. Vér leggjum sér-
staklega áherzlu á. að kaupfélögin dönsku keyptu eitt-
hvað af kjötinu og reyndu, og sömuleiðis að þeir Nic. Toft-
dahl & Co. og Joh. Baumann & Co. í Kristjaníu og Chr.
Abrahamsson i Kristjánssandi fengju nokkurn hluta, þar
sem þeir hafa sérstaklega lofað herra alþingismanni Iler-
öianni Jónassyni að gera tilraun með linsaltað íslenzkt
kjöt, eins og hin prentaða skýrsla herra Hermanns Jónas
sonar ber með sér. Munum vér og skrifa þeim og
sömuleiðis formanni kaupfólaganna dönsku. herra Severin
Jörgensen í Kolding um þetta efni“.
Formaður Kaupfélaga-sambandsins varð einn til að
sinna tilmæhmum og frá honum barst Búnaðarfélaginu eftir-
farandi bréf dagsett 8. des. f. á.:
„Eins og þór sjáið af ársskýrslunni frá mér, sem
bréfinu tylgir, þá hefir Kaupféiaga-sambandið reynt þetta
kjöt, sem sent hefir verið herra Sigurði Jóhannessyni.
Kjötið hefir reynzt mjög gott. Þegar skýrsian birtist
uú í félagsblaði voru, þá er ekkert efamál að blöðin taka
hana upp, og þá má sjá það fyrir, að stórum eykst eftir-