Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 184
180
spurnin á nvona hj'óti (denne Kvalitef). Þá stendur til
vonar að það leiði t.il þess, að bráðlega komi upp á
íslandi sameignar-slátrunarhús, til stórra hagsmuna fyrir
sauðfjáreigendur, þegar kjötið fær got.t oið á sig, og er
þess ekki sizt þörf vegna þess, að kjötið frá Síberíu er
orðið hættulegur keppinautur fyrir íslenzka kjötið hór í
Danmörku, og er haft á boðstólum fyrir mjöglágt verð.
Mér er það ánægja að hafa tækifæri til þess áfram,
að vekja athygli manna á islenzkum afurðum.
En „Kaupfélaga samband Danmerkur" er því va.nast
að kaupa vörur sínar beint, án þess að óþarflr millimenn
komi þar að, sem hækkar verðið á vörunum. Það er
að min«ta kosti jafnmikið i þágu landa yðar að komast
í beint. vei zlunarsamband við oss, eins og beina viðskifta-
sambandið er í vora þágu. og því nánar sem sambandið
verður, þess meira kapp verður auðvitað lagt. á að koma
vörunni út. Eg bið yður og ianda yðar að athuga það
vel, hvort ekki sé ástæða til þess, að bjóða oss vörúna
beint frá fyrstu hendi. Um greiðsluna getur að öllu
fanð sem þér óskið“.
Skýrslan sem herra Severin Jörgensen talar um í
bréflnu er formannsskýrsia hans á fulltrúaþingi Kaup-
félaga-sambandsins, og var það þing haldið 22. nóvember
f. á. Þar er yfiiiit yflr helztu félagsmál, og er kaflinn
um „íslenzka kjötið" lengstur og rækilega.stur. Herra
Severin Jörgensen skýrir þar fyrst fráheimsókn Hermanns
Jcinassonar og samtali þeirra, segir hann að llermann
hafi leitað rá.ða sinna um það, hvernig almenningur hór
á landi gæti bætt kjör sín með samvinnu- og sameignar-
félagsskap. Svarið frá herra Severin Jöryensen fer hér á
eftir, tekið eftir hinni pi'entuðu skýrslu:
„Ráð mit.t er það, að komið sé á fót samvinnu-
kaupfélag-^skap á Tslandi, sem ha.fi fyrir mark og mið:
1. Félagssölu á afurðum landsins beint til neytenda.