Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 189
185
sláturhúsum erlendis, menn sem eru því vaxnir að sjá
um aðgreining, söltun, pökkun og yfir höfuð alla með-
ferð kjötsins.
Allir málsmetandi menn, sem eg hefi talað við um
Þetta mál hér í Danmörku, hafa skýiaust Játið það álit
sitt í ]jósi, að þetta væri eina ráðið til þess að tryggja
saltkjötsm arkaðinn.
Að vísu hefir framan nefnt kjöt reynzt gott i þetta
sinn, þótt það hafi eigi komið frá sláturhúsum, en naum-
ast er hægt að gera ráð fyrir, þegar alment verður farið
að linsalta kjötið, að meðferð þess verði alstaðar svo góð
sem skyldi. Og ef kjöt kærni á markaðinn, sem eitthvað
væri ábótavant, þótt ekki væri nema í örfáum tunnum,
gæti það orðið til að stórspilla fyrir kjötsölunni í heild
sinni.
Eg hefi skoðað sláturhús í Kolding og Esbjerg og
liér í Kaupmannahöfn. Sláturhús, sem eingöngu yrðui
notuð til þess að slátra í þeim sauðfé, mundu að minni
hyggju ekki verða dýr. í þau þarf engar vólar eða
kostnaðarsaman útbúnað, að eins þarf gólfið að vera
steinlímt og vatnsleiðsla að liggja um húsið, til þess að
hægt sé að skola gólfið.
Eg hefi samið við Sambandsfélagið um að senda þvi
töluvert af linsöltuðu kjöti næsta haust frá kaupfélagi
Eyfirðinga. Sambands-félagið selur svo þetta kjöt til
kaupfólaganna hér út um landið fyrir svo hátt verð, sem
það sér sér fært. Fyrir söluna fær það ákveðnar prósentui’,
sem nema töluvert meiru en sölukostnaðinum, til þess
áð það geti útbýtt meðal félaga þeirra, er það skiftir við,
ágóða af kjötverzluninni við árslok, eins og af verzlun
Þess með aðrar vörur.
Eg er ekki í nokkrum vafa um, að eftirspurn eftir
íslenzku saltkjöti í kaupfélögunum hér verður smátt
og smátt meiri, og verðið fer hækkandi, ef vér að eins
gefum kaupendunum tryggingu fyrir því, að varan sé
góð. En það getum vór ekki gert á annan hátt en með því