Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 190
186
að slátrunin fari fram í sláturhúsum jafnhreinlega og hjá
öðrum þjóðum, og kjötið komist svo á markaðinn með
sínu ákveðna vörumerki".
*
'* *
Á fjárhagstímabilinu, sem nú stendur yflr, eru 2000
Trr. veitt.ar Búnaðarfólaginu til að „gera tilraunir með
kjötsölu erlendis". Mikill meiri hluti þess fjár er enn
óeyddur. Kostnaðurinn við för Hermanns, sem nam
1600 kr., og tap það sem varð á kjötinu, er sent var
haustin 1902 og 1903, greiddist að mestu leyti af sams-
konar fjárveitingu á fjárhagstímabilinu næsta á undan.
Nú iítur stjórn Búnaðarfélagsins svo á, að rótt væri
að verja þessu fé til „kjötsölutilrauna", að meiru eða
minna leyti, til að styrkja hæfa menn til slátrunarnáms
erlendis. Við það er þó að athuga, að fjárveitingin,
■eins og lmn er orðuð, nær vart til sliks námsstyrks, en
bót er það í máli, að kostur mun á því að fá yfirlýst-
an vilja fjárveitingarvaldsins á alþingi, sem nú fer í hönd,
um það efni, og stjórn Búnaðarfélagsins er í engum vafa
um það, að bæði búnaðarþingið og alþingi telji það sjálf-
gefíð, að fé verði fyrir hendi til slíks náms, því að vér
fáum eigi bætt kjötmarkað vorn nema með því einu, að
koma upp sláturhúsum, og fá menn, sem geta gengið
svo frá kjötinu að kaupendum líki.
Til þess að slátrunarhúsin komist upp á næsta sumri
<1906), —og vonandi verða sjálfír bændurnir einir um að
eiga þau og reka í félagi — þurfa menn að fara að stunda
námið nú þegar á þessu hausti. Búnaðarfélagsstjómin
hefir verið svo örugg um það, að eigi mundi standa á
námsstyrknum handa slíkum mönnum, að hún hefír
þegar reynt að vera sér úti um nemendur. Ungur rr að-
ur af Vesturlandi, sem verið hefír á Askov-háskóla í vetur
sem leið, og fær einkar góðan vitnisburð, hefír þegar
boðist til að taka þetta starf fyrir, og skorað hefir verið
á þá pöntunarfélagsstjórana Jón Stefánsson á Seyðisfirði
og Hallgrím Kristinsson í Eyjafirði, að þeir hvor útveg-