Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 194
190
— Kjöt þöíta var eigi heldur svo fagurt á iitinn, sem
það hefði átt að vera.
Séverin Jörgensen, formaður Samfólags sameignar-
kaupféldganna, skýrði frá sáltkjötinu1 íslenzka á fulltrúá-
fundi 22. nóvbr, og lauk ‘miklu lofsorði á það. Sjálfur
fékk hann eina tunnu til heimilis síns, og kvaðst hann
af eigin reynslu geta sagt að kjötið só mjög gött. Ef
þeir eftirleiðis geti fengið jafngott kjöt sem þetta og eins
vel vandað, segir hann að það eigi skilið að verða notað
á hveiju dönsku heimiii. Hann mælti mjög fram með
þíví, og skýrslu sina hefir hann hér látið prenta í blaði
sameignarfólaganna.
Eg hefi átt tal við þennan ágætismann eftir það að
hann hafði reynt íslenzka kjöt.ið, og vóit eg með vissu,
að hann ætiar að styðja að þvi, að salan á ísienzku
kjöti batni sem mest.
Eg fór einnig i sveit hór nú um áramótin og skýrði
bændum frá sveitabúskapnum á íslandi og kindakjötinu
íslenzka. Svo mikinn áhuga sýndu danskir bændur, að
þeir hlýddu með miklu athygii á mig, þótt eg talaði í
nærri 1 x/2 tíma, og jafnlengi sátu þeir á eftir að spyrja
mig itarlegar um ýmislegt. Um kjötsöluna sögðu þeir,
að þar væri mikið að gera, og hún gæti orðið mikill
gróðavegur fyrir íslendinga. Þeir höfðu fengið reykt
sauðarlæri íslenzk og gefið 52 aura fyrir pundið i innkaupi.
Eg hefi fyrir tveimur árum látið þá skoðun í ljósi
í Almanaki Þjóðvinafólagsins, að íslenzkir bændur myndu
hafa J/4 til x/2 milljón kr. skaða af því á ári hverju, hve
illa er farið með ísienzkt saltkjöt. Því meir sem eg
kynnist þessu máii, því betur sannfævist eg um að eg
hefi eigi tekið of djúpt í árinni. Eg ætla nú, ef bændur
sýna,dug og samtök, að þeir geti þá innan tíu eða tólf
ára hrundið máli þessu svo áleiðis, að þeir geti baft
fulla hálfa milljön Jcróna meira upp úr sauðfó sínu á
liverju ári, en þeir hafa nú. Hór er því eigi um neitt
smámál að ræða, heldur um mjög þýðingarmikið atvinnu-