Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 200
196
pottar eftir geit til jafnaðar. Þær voru 8 það ár hjá
mér. Smjörpund er sem næst úr 8 pottum mjólkur, ef
skilvinda er brúkuð; næst illa úr að setja mjólkina’.
Fóður ætla eg 500 pd. til jafnaðar handa geit, og
er helmingurinn taða hitt mýrhey. Ef geitin gengur
geld, fer hún hér með 3 bagga (300 pd.), eins og ærin.
Fullorðnar geitur mjólka í mál hjá mér lx/2 pott.
Hér eru skilyrði einkar góð fyrir þær til mjólkur. Kvist-
lendi og skjól í fjalli. Yfir höfuð álit eg að þar sem
slíkur landkjarni er, þá stundi menn víða geitfjárrækt
oflítið. Það er mjög áriðandi að gefa þeim sullblöndu
að drekka yfir allan mjaltatímann, til þess má hafa alt-
það soð sem ekki er haft handa mönnum, t. d. af vatna-
og sjómat, sýru alla sem til fellur, skol af matarílátumr
kaffigroms o. fl. Bezt er að safna þessu öllu í tunnur
og gefa svo aí því daglega.
Geitfé er seint í þroska, og álít eg bezt að láta
geitur ekki fá fóst.ur fyr en á þriðja vetri, en myikja
þær strax veturgamlar, þær mylkjast með gróðri að vor-
inu, þó þær hafi ekki átt kið.
Hýsing á geitum yfir sumarið er skaði á mjólk, en
eigi að láta þær mjólka fram á vetur, þarf að fara mjög
vel með þær í veðrabrigðum á haustin, og sjá um að-
þær hafi vel hlýtt og þurt hús að vetrinum. Það þarf
að halda þeim vel hreinum og strjúka þeim og bursta þær.
Eg hefi getað látið þær mjólka fram á góu, Ekki
er áríðandi að gefa þeim einsamla töðu að vetrinum þótt
þær mjólki, heldur úthey saman við: mýrhey eða laufhey
(grávíði). Eltingarhey er þeim slæmt. Þeim þykir gott-
*) Erlendis er talið að góð meðalnyt í goit sé 450 pottar
um árið, og 3 pottar á dag eftir burðinn, og 17—löpundmjólk-
ur gangi til smjörpundsins. Um miðja 19. öld voru örfáar geit-
ur til í Danmörku, þeim hafði að mestu verið útrýmt vegna
8kemdanna sem þœr gerðu á skógunum. Nú hofir þeim fjölgað'
mjög mikið, og eru nefndar húsmanna-kýrnar, og eru hafðar í
tjóðri. Álhs. úlg.