Búnaðarrit - 01.01.1905, Side 201
197
salt. Þær eru hárlitlar og kulsælar á haustin og fyrri
part vetrar, en séu þær í góðum holdum, þola þær beit.
seinni part vetrar, betur en ær. í kvistlausu landi er
litib gagn að hafa geitur.
Gott er að geta vanið geitur á að koma úr haga
heim til m.jalta ef kallað er á þær, því að þar sem þeim
er ekki smalað heim með ám, getur verið ilt að ná þeim,.
og varast skyldu menn að beita hundum á þær, enda
eru þær ekki hlýðnar við hunda. og þó að þær séu hug-
litlar, þá standa þær fyrir þeim og stanga, ef þeir fara
of nærri þeim.
Gott er að hafa kofa handa geitum utan túns, hýsa
þær þar þegar þeim er beitt að vetrinum, og eins þurfa.
þær skýli að halda sig að yfir sumarið í rigningum, því
að þær þola illa að vera blautar úti. Að hafa kofann
utan túns getur og varnað þeim frá að skemma þekjur
á húsum, rífa sig í tættur og uppsett hey, sem þær eru
mjög gjarnar á. Geitur sækja og mjög í matjurtagarða
og varna þeim varla nokkrar girðingar, þær kiifra yfir
eða smjúga í gegn. Inni í húsum að vetrinum er þeim
mjög gjarnt að ganga í garða og hlöður og spilla þar
meira en þær éta. Einna. verst er við þær að eiga við
át á garða, þeim kemur þar sárilla saman, berjast og
bítast, hljóða og veina, og ef þær eru óhindraðar, þá má
ganga að því vísu, að einhver liggur stungin og máske-
dauð eítir þann bardaga. Eg tel bezt, ef rúm leyfir, að
binda þær og bása eins og kýr í fjósi, en þá verður að-
binda þær svo stutt, að þær nái ekki saman. Það er
nokkur vörn við meiðslum að hornskella þær, hornin
verða þá ekki eins hvöss.
Geitur eru mjög illar viðureignar, ef þær taka það-
fyrir að beita óþægð í haga. Ef þær komast í kletta,
fer engin skepna á eftir þeim, þær eru fótvissar, og eins-
fela þær sig í skógum ef þær hafa þá, og vilja ekki láta
finna sig. Þær mega heita hygnar skepnur og einkum
slægvitrar.