Búnaðarrit - 01.01.1905, Síða 208
204
Sú ræktunaraðferð er að smá ryðja sér til rúms
hér á landi að plægja óræktarjörð upp með grasrót og
láta hana fúna. Til þess að flýta fyrir rotnuninni verður
að sá byggi eða höfrum í flagið, á þann hátt fæst iíka
mikið hey ef eitthvað verður í það borið, yflr 20 hesta
af dagsláttu af ágætu fóðri. Eftir tvö til þrjú ár er flagið
orðið svo myldið að þar megi rækta rófur og þriðja eða
fjórða árið má svo sá í það grasfræi. Þetta er greiðasti
og ódýrasti vegurinn tii að rækta upp óræktarjörð. Hér
yrði of langt mál að fara út í öll verk og vinnubrögð
sem þar til heyra, svo sem girðingu, framræslu, plægingu,
herflngu, moldarjöfnun og áburð.
Korninu er sáð seinni part maí-mánaðar eða fyrst
í júní, 120 pd, á dagsláttu. Séu sumarhagar vondir eins
og hér í Reykjavík og hér suður með sjónum, er hent-
ugt að gefa kúnum byggið eða hafrana grænt með og
má þá slá það jafnóðum eftir þvi sem þörf er á, vex
það þá upp aftur svo slá má í annað sinn. Sé ekki
þörf á að fóðra með grænu grasinu, getur það staðið og
sprottið fram í september, en þá fer oft, að verða lítið
um þurkana hér sunnan lands, en sjaldnast mun vera
til svo mikið af þessu heyi að vandræði þurfl að verða
með það, enda ættu menn með ofurlítiili æfingu, að kom-
ast upp á að gera úr því sæthey eða súrhey.
Grasrækt með sáningu er fyrst nú síðustu árin
að komast á ofurlítinn rekspöl, hún má heita óþekt áður
hér á landi, reyndar eru dæmi til þess að grasfræi var
sáð, en það misheppnaðist víst hér um bil alt af, eða, að
minsta kosti svo, að þó það sprytti fyrsta sumarið, dó
það fyrsta veturinn. Þetta hefir aðallega orsakast af því,
að tegundirnar hafa ekki verið hinar réttu, venjulega
sambland af fáum tegundum, sennilega flestum eða öll-
um einærum.
Það heflr verið eitt af aðalverkefnum gróðrarstöðv-
arinnar að komast að einhverri fastri niðurstöðu í því