Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 209
205
er grassáningu snertir og árangurinn er, a8 rnínu áliti,
ánægjulegur.
Þessi 4 ár síðan byrjað var á ræktun hér, hefir ár-
lega verið sáð ýmsum tegundum, sérskildum, á smáreiti,
sem svo hafa staðið óhreyfðir og jafnframt hefir verið
sáð fræblöndun sem sömuleiðis stendur óhreyfð nokkur ár.
Reitirnir, sem hinum ýmsu sérskildu tegfindum hefir
verið sáð á, eru 30 □ álnir að stærð. Sumir þeirra
hafa ekki orðið ijáberandi, aðrir sprottið vei og þeir tví-
slegnir. Heyið af reitunum hefir ekki verið vigtað, bæði
af því, að þeir eru heldur litlir til þess, og auk þess af
því, að i þeim hefir verið illgresi, sem erfitt hefði orðið
að tína frá. í stað þess að vigta heyið hefi eg gefið
hverri tegund einkunn. Set eg hér til yfirlits töflu yfir
slikar einkunnir eftir þvi sem tegundirnar reyndust í
sumar, á 1. ári, 2. ári og 3. ári. Tölurnar sýna saman-
burðinn á tegundunum innbyrðis í hvorum árgangi fyrir
sig. Þær sem bezt spruttu fá töluna 12 og aðrar lækk-
andi eftir því sem sprettan var minni.
l.ár. 2. Ar. 3. ár.
ítalkst rajgras, Lolium italicum 11 0 0
Enskt perenne 11 0 0
Liðagras, Alopecurus pratensis 6 10 11
Knjáliðagras — geneculatus 9 11 n
Vallarfoxgras, Timothe, Phleum pratense 11 12 12
Bromus arvensis 10 3 0
Bromus moliis 9 3 1
Bromus inermis 9 5 5
Runnasveifgras, Poa nemoralis 7 3 n
Vailarsveifgras, — pratensis 4 12 7
Hásveifgras, — trivialis 9 11 ii
Túnvingull, Festuca rubra 2 11 9
Sauðvingull ovina 3 7 3
Hávingull pratense 9 9 7
Strandvingull- — littorea 7 10 11
Festuca duriuscula 3 4 5