Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 210
206
1. ár. 2.ár. 3.ár.
Snarrótarpuntur, Aira caespitosa 2 3 TT
Skriðlíngresi, Agrostis alba 4 5 3
Loðgresi, Holcus lanatus 7 6 2
Pur-havre, Avena strigosa 12 0 0
Dactylis glomerata 10 4 7
Rauðsmári, Trifolium pratense 7 3 0
Hvítsmári, repens 5 3 2
Alsikke-smári, hybridum 7 0 TT
Flækja, Yicia sativa 9 0 0
Umfiðmingsgras, — cracca 4 3 n
Eins og sést á tölunum reynast þessar tegundjr bezt
fyrsta árið: Pur-havre, ítalskt og enskt rajgras, vallar-
foxgras og brómus og ýmsar aðrar spretta allvel. Ann-
að árið reynist bezt vallarfoxgras, vallarsveifgras, hásveif-
gras, liðagras og túnvingull; þriðja árið vallarfoxgras, há-
sveifgras, liðagras og strandvingull. Sumar tegundirnar lifa
að eins eitt ár eða tvö, báðar rajgrasategundirnar og
Pur-havre. Alsikke-smári og flækja hafa dáið út á fyrsta
vetri. Rauðsmári heflr lifað tvö sumur og dáið svo út.
Hvitsmári heflr ekki neinum veruiegum viðgangi náð, en
iifir þó, er alls ekki vonlaust um að hann heppnist.
Frœblöndun þessara beztu grasategunda virðist vaxa
enn betur en þær beztu hver út af fyrir sig. Blettur
700 □ álnir að stærð, þar sem sáð var vorið 1902, gaf
síðastliðið sumar 442 pd. af þurru heyi, það samsvarar
5115 pd. af dagsláttu eða sem næst 25 hestum.
Auk þess sem grasfræi hefir verið sáð hér á gróðr-
arstöðinni, hafa ýmsir bæði hér í Reykjavik og út um
land fengið héðan grasfræ, sömu tegundir blandaðar sam-
an og hér hafa reynst bezt; það heflr vaxið ágætlega,
á reitunum hefir verið kafgras 2—3 undanfarin sumur,
síðan því var sáð.
Alt þetta fræ er útlent en eigi að síður reynist það
mjög vei, en eg tek mönnum vara fyrir að kaupa út-