Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 213
209
stjóri á Hvanneyri, Guðmundur Ólafsson bóndi á Lund-
um, Björn Bjarnarson sýslumaður, á Sauðafelli, Torfl
Bjarnason skólastjóri í Ólafsdal, Guðmundur Jónsson bóndi
i Haga á Barðaströnd, Halldór Jónsson bóndi á Rauðu-
mýri, Guðmundur G. Bárðarson í Bæ, Björn Þorláksson
prestur, á Dvergasteini, Jónas Eiríksson skólastjóri á Eið-
um, Halldór Benediktsson bóndi á Skriðuklaustri, Guð-
mundur Árnason bóndi á Gilsárst.ekk, Guðmundur Þor-
Þorbjarnarson bóndi á Hvoli, Páll Stefánsson bóndi í
Ási, Ágúst Helgason bóndi í Birtingarholti.
Skýrsla um árangurinn heflr komið frá 11 af þessum
mönnum.
Tilraunirnar gengu að eins út á tvær áburðarteg-
undir, 20°/0 súperfosfat og 37°/o kalisalt. Þær voru born-
ar á hver fyrir sig og báðar til samans, á fjórða reit-
inn var enginn áburður borinn. Hver reitur 270 □
álnir að stærð f1/80 úr dagsl.). Myndin skýrir þetta nánar.
60 3* 5.
15 álnir.
6 2/8 pd. súperfos- fat. 3% pd. kalísalt. 6 2/a pd. súperfos- fat og 3 »/6 pd. kaHsalt. Enginn áburður.
Á flestum stöðunum heflr spiottið mun betur, þar
sem hvorttveggja, kalísalt og súperfosfat var borið á,
heldur en það sem engan áburð fókk; sömuleiðis hefir
árangurinn af hverri áburðartegund fyrir sig orðið nokk-
ur, en ilt er að gera upp á milli þeirra, þó virðist svo
sem súperfosfatið hafii reynst betur en kalísaltið.
Á þessum tilraunum er ekkert verulegt hægt að
byggja enn þá. Fyrst er nú það, að í allra seinasta lagi
heflr verið borið á, 5.—10. maí á flestum stöðunum.
Bændur út um land þurfa heizt að fá áburðinn að haust-
inu svo hægt só að bera hann á nógu snerama. í öðru
14