Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 224
220
yfir 30 faðmar á lengd, 6 fet á hæð til jafnaðar og um
20 fet að neðan. Áætlaður kostnaður um 1000 kr.
3. I Mývatnssveit mældi eg fyrir affærsluskurði
■eða þurkskurði eftir Framengjum úr svonefndri Stakhóls-
tjörn í Kráku, suðvestan við Litlu Strandarstíflu. Jafn-
framt því að þurka, er og skurðinum, þegar hann kemur,
ætlað að flytja vatn úr Kráku til áveitu á ytri hluta
engjanna. Lengd hins fyrirhugaða skurðar er 1770
faðmar. Botnsbreidd 4 — 7 fet, dýptin 2—2^2 fet, og
breiddin að ofan 6 — 10 fet. Enn fremur mældi egfyrir
öðrum skurði austar í engjunum, er þarf að vera 666
faðmar, 7 fet að ofan og 2 fet á dýpt. Áætlaður kostn-
aður við þessa skurðgjörð er um 1800 kr.
Geta má þess í sambandi við það sem hér er sagt,
að Framengjar, milli Kráku og Grænalækjar, eru eftir
lauslegri áætlun um 1200 engjadagsiáttur.
4. í Vesturhópshólum í Húnavatnssýslu mældi eg
fyrir aðfærsluskurðum tveimur, þurkskurðum og flóðgövð-
um. Aðfærsluskurðirnir þurfa að vera um 2280 faðmar,
og þurkskurðirnir 1300 faðmar. Ennfremur flóðgarðar
um 500 faðmar. Svæðið, sem með þessu er bætt, bæði
að því er snertir þurkun og áveitu er hátt á annað hundr-
að engjadagsláttur. Það er og einkar vel fallið til áveitu
og liggur prýðisvel. Áætlaður kostnaður um 1800 kr.
5. Á Sauöanesi á Ásum i Húnavatnssýslu mældi
eg fyrir aðfærsluskurðj, er tilgangurinn sá, að ná
vatni til áveitu úr Laxárvatni. Lengd hins fyrirhugaða
skurðar er um 170 faðmar, en dýptin' víða 6—10 fet og
mest 12 fet. Botnsbreidd 4 fet. Áætlaður kostnaður
um 1200 kr. —Verkið er að mínu áliti fremur óefnilegt
og kostnaðarsamt í sambandi við svæðið, sem vatnið
getur farið yfir.
6. 1 Bishupstungumm mældi eg fyrir stíflu í svo
nefndan Graflæk, til þess að fá vatn til áveitu á engjar
tilheyrandi Úthlíð og fleiri jörðum. Kostnaður við stífl-
una áætlaður 600 kr.