Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 225
221
7. í StoMseyrarhreppi í Árnessýslu mældi eg fyr-
ir tveimur skurðum, sem eiga bæði að þurka og verja
ágangi búfjár. Lengd skurðanna er áætluð:
a. Kjálkaskurður, 1100 faðmar, breidd ofan 8 fet og
dýpt 2y2 fet.
b. Hraunsárskurður 1900 faðmar, breidd ofan 8 —12
fet, og dýptin til jafnaðar 2 fet.
Kostnaður allur áætlaður 800 dagsverk, og sé dags-
verkið metið kr. 2,25 nemur hann i peningum 1800 kr.
8. I Gaulverjarbœjarhreppi í Árnessýslu mældi eg
fyrir skurði til áveitu á svonefnda Miklavatnsmýri. Lengd
aðfærsluskurðarins þarf að vera um 3000 faðmar, og er
hann áætlaður 654 dagsverk.
9. Á Lambastöðum í Álftaneshreppi í Mýrasýslu,
mældi eg fyrir þurkskurði. Áætlaður kostnaður við að
gera hann, ásamt fleiri jarðarbótum, er eg athugaði, er
um 670 kr.
10. A Lauy i Biskupstungum mældi eg umfar
túnsins, sem er 580 faðmar, og gerði áætlun um, að
girðing um það mundi kosta nálægt 300 kr.
Um allar þessar mælingar hefl eg gert skriflegar á-
ætlanir og skýrslur, og sent hlntaðeigendum.
Auk þessara mælinga hefi eg framkvæmt minni mæl-
ingar og ieiðbeint með áveitu, túngirðingar og fleira, þar
á meðal á þessum jörðum: Víðivöllum í Skagafirði,
Hjaltabakka og Stóru-Borg í Húnavatnssýslu, Deildartungu
í Borgarfirði, Álftanesi, Valshamri, Grímsstöðum og
Smiðjuhóli á Mýrum, Kaldarholti í Holtum og víðar. —
Ennfremur hefi eg mælt fyrir vatnsleiðslu að væntan-
iegum rjómabúum við Gufá í Mýrarsýslu, Baugstöðum í
Árnessýslu o. s. frv.
A fundam hefi eg verið víða um land til þess að
ræða ýms búnaðarmál, stofnun rjómabúa og fleira. Alls
hefi eg verið á 30 fundum, og haldið fyrirlestur á mörg-
um þeirra. Fyrirlestrarnir hafa hljóðað um:
Stofnun rjómabúa og smjörgerð 14