Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 226
222
Áburð og áburðarhús........ 4
Sætheys- og súrheysverkun ... 2
Jarðrækt og girðingar...... 1
Búskap Reykvíkinga......... 1
Á stofnfundum rjómabúa hefl eg verið 4 alls, Deildar-
tungu (Geirsárbúið), Eskiholti í Borgarhreppi,Möðruvöllum í
Hörgárdal og Baugstöðum í Árnessýslu. vA.uk þessa hefl
eg leiðbeint meir og minna við stofnun þeirra búa, sem
komin eru á fót; gert uppkast af reglum fyrir þau, á-
ætlun um stofnkostnaðinn o. s. frv.
M'jaltalcenndu hefi eg haft á hendi þetta ár. f
Reykjavik hafa verið haldin 5 uámsskeið, og hafa það
verið námsmeyjar Hússtjórnarskólans er aðallega hafa
notið kennslunnar.
Einnig hefi eg, eins og áður er getið, kent mjaltir
í Kaldaðarnesi, Arnarbæli í Ölfusi, Brautarholti og Möðru-
völlum í Hörgárdal.
Alls hafa þetta ár lært að mjólka undir minni um-
sjón 44 stúlkur og 2 karlmenn, eða 46 alls. — Auk
þessarar kennslu heflr Búnaðarfólagið styrkt kenslu í
mjöltum, er haldið heflr verið uppi að tilhlutun for-
manna rjómabúanna Birtingaholts og ICálfár. Nemendur
voru 31 á Birtingaholtsbúinu en Kálfárbúinu 20. Loks
heflr að tilhlutun Búnaðarfélagsins byrjað kensla í
mjöltum á Flögu í Yatnsdal, Möðruvöllum í Hörgárdal
og Vallanesi í Suður-Múlasýslu. Skýrsla um þessa kenslu
kemur síðar.
Rjómabúin er störfuðu síðastliðið ár, eru alls 22.
Þar af eru 11 í Árnessýslu, 4 í Rangárvallasýslu, 1 í
Vestur Skaftafellsýslu, 2 í Kjósarsýslu, 1 í Boigarfjarðar-
sýslu, 1 í Húnavatnssýslu, 1 í Skagafirði og 1 í Suður-
Þingeyjarsýslu. Auk þessa var stofnaö rjómabú í sam-
bandi við mjólkurskólann á Hvitárvöllgm, er tók til staffa
í haust sem leið, og ennfiemur var á þessu ári stofnað
rjómabú í Mið-Dölum í Dalasýslu. En af ýmsum ástæð-
um gat búið ekki tekið til starfa, en byrjar starfsemi