Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 229
225
að eg ferðaðist um Stranda- og ísafjarðarsýslur, en vegna
sóttkvíunarinnar, sem þá stóð sem hæst, varð eg að snúa
þar aftur. Prá Óspakseyri fór eg suðar í Saurbæ, þaðan
kringum Strandir, og svo póstleið til Reykjavíkur og kom
þangað 10. ágúst.
Fjórða september lagði eg á stað með „Hólar“, aust-
ur á land samkvæmt beiðni Búnaðarsambands Austur-
lands. Fór í land á Breiðdalsvík 7. sept., hólt fund í
Breiðdalnum 11. s. m. Þaðan fór eg Breiðdalsheiði upp
í Skriðdal, og svo niður með Fijóti að austan niður í
Borgarfjörð. Þaðan sömu leið upp í Hórað, hólt fund á
Hjartarstöðum 23. sept. fyrir Eiða- og Hjaltastaðaþinghár
og í Bót 24. s. m. fyrir Hróarstungu og Út-Fell. Frá
Bót fór eg norður Smjörvatnsheiði til Yofnafjarðar og hélt
þar fund 2. október. Þaðan fór eg sömu leið til baka,
og svo upp með Fljóti að norðan og fram í Fljótsdal,
hélt fund á Melum 9. s. m. fyrir FJjótsdal, Inn-Fell
og Skóga, og fór svo út á Völlu og hólt fund á
St.óra Sandfelli 13. s. m. fyrir Skriðdal og Vallarhrepp.
Eftir fundinn fór eg niður á Seyðisfjörð og svo suður
með seinustu ferð „Hóla“ ogkom til Reykjavíkur 3. nóvbr.
Á norður og austurferðinni hafði eg með mér mæl-
ingaráhöld og Ijósmyndavól, og mældi víða nautgripi og
hesta og tók fjölda af myndum.
Ritstörf og brófaskriftir hafa verið svipuð og undan-
farið ár, að því viðbættu að eg hafði á hendi skrifstofu-
störf fólagsins seinustu 7 vikurnar af árinu eftir að Einar
Helgason fór utan.
Eigi verður því með sanngirði neitað, að vonum
framar mikill áhugi er vaknaður á kynbótum í helztu
bygðarlögum landsins, einkanlega sunnanlands. Og þótt
framkvæmdir þær, sem verið er að byrja á hór og hvar
á landinu til þess, að bæta kyn búpenings, séu, eins og
við er að búast með ýmsum annmörkum, getur enginn
15