Búnaðarrit - 01.01.1905, Síða 232
228
Árið 1904.
Eftirfarandi yfirlit yfir árferðið síðastl. ár er aðal-
lega bygt á skýrslum þar að lútandi sem þeir góðfús-
lega hafa sent mér: Björn Bjarnarson, hreppstjóri, í
Gröf í Mossfellssveit, Bjarni Símonarson, prófastur, á
Brjámslæk, Samúel Eggertsson, bóndi í Kollsvik við Pat-
reksfjörð, Þórarinn Jónsson, alþingismaður, á Hjaltabakka,
Jónas Jónasson, prófastur, á Hrafnagili, Stefán Sigurðs-
son, bóndi í Æriækjarseli, Björn Þorláksson, prestur, á
Dvergasteini, Þoileifur Jónsson, bóndi á Hólum í Nesj-
um, Guðmundur Þorbjarnarson, bóndi á Hvoli í Mýrdal,
Sveinbjörn Ólafsson, verzlunarmaður á Stokkseyri og Þor-
steinn Jónsson, héraðslæknir í Vestmannaeyjum.
Tíðarfar og heyföng.
Vetur frá Nýári fremur snjólítiil um mestan hluta
iandsins, fannfergja þó mikil á útsveitum Eyjafjarðar og
Suður-Þingeyjarsýslu. Umhleypingasöm og óstilt tíð á
vestur- og norðukjálkanum, austur fyrir Eyjafjörð. í
Norður-Þingeyjarsýslu góður vetur sérstaklega við sjáv-
arsíðuna. Á Melrakkasléttu gengu lömb af allan vetur-
inn án þess að koma í hús. Á Austur og Suðurlandi
mild veðrátta; rigninga- og umhleypingasamt í Vest-
mannaeyjum. í Austur-Skaptafellssýslu mátti rista of-
an af þýfi seint í marz.
Vorið kalt um land alt, bezt látið af því í Skapta-
fellssýslunum. Bigningasamt hér í nærsýslum Reykja-
víkur. í Barðastrandarsýslu var óvíða komin grænka í
tún seint i maimánuði; 17. maí stórhríð í Eyjafirði,
komu þá klofskaflar, 20. s. m. brá til hlýinda sem héld-
ust; á Austfjörðum kom ágætur bati um sama leyti.
Sumarið sólskinslítið og vætusamt sunnanlands en