Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 233
229
þuikatíð hin bezta vestan, norðan og austan. Heita
mátti að ekki kæmi dropi úr Jofti í Barðastrandarsýslu
frá því um farþaga og fram á haust, en fremur var þar
kalt, og stormasamt af norðri, í ágústmánuði stundum
snjókoma í austurhreppunum. Vegna þurkanna, var víða
þar um pláss, skortur á neyzluvatni, var það einna til-
finnanlegast í Sauðeyjum, varð að sækja neyzluvatn þaðan
til annara bygðra eyja og til lands, um og yfir mílu
vegar, frá því í ágúst og þangað t.il eftir veturnætur.
Grasspretta ágæt á öllu Norður- og Austurlandi og
annarstaðar í meðallagi. í Eyjafirði flest tún mikið tví-
slegin þar sem mannafii var til þess. Heyskapur byrj-
aði þar fyrir og um 1. júli, á útsveitum talsvert seinna.
1. júlf var mikill snjór í Siglufirði. Heyskapur var&
með talsvert mesta móti, oftast hægt að hirða vikuhey-
in. Fram til dala hröktust töður dálitið og úthey í
september. Næturfrost komu ekki fyr en í október i
Eyjafirði, aðaláttin þar suðlæg austan átt. Á Austfjörð-
um byrjaði sláttur með fyrsta móti, sumstaðar seinast
í júní. Heyföng urðu með mesta og bezta móti. Þeg-
ar suður kom í Skaptafellssýslurnar fór að verða vot-
viðrasamara, varð því að hirða heyin hálf illa þur. Eftir
24. ágúst gengu þar sífeldir óþurkar svo það sem heyj-
að var eftir þaun tíma var meira og minna skemt og
hjá sumum lítt nýtt, lá allmikið úti af heyi þangað til
i október og sumt náðist aldrei. Mun heyskapur naum-
ast hafa orðið í meðallagi í þeim sýslum. Nýting á
heyjum varð lakleg víða hér um Suðurland, einkum á
mýrarjörðum. Þeir sem snemma byrjuðu slátt náðu
töðunni óhraktri.
Haustið og veturinn til nýjárs. Tíðarfarið óstöðugt,
rigninga- og rosasamt á öllu Suðurlandi og á Vestur-
landi. Frá jólaföstu til áramóta hagstæð tið í Barða-
strandarsýslu, nær því enginn snjór um árámót. í
Húnavatnssýslu óstöðug tíð fram á jólaföstu, þá mikil