Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 238
234
Yæntanleg breyting
á löguni Búnaðarfélagsins.
„Breytingu á lögum fólagsins má gera á þann hátt,
að tillagan sé borin upp á búnaðarþingi. Ef tillagan er
samþykt með samhijóða atkvæðum allra þeirra fulltrúa,
sem á fundi eru, fær hún lagagildi. Nái hún að eins
meiri hlut atkvæða, skal hún borin upp á næsta bún-
aðarþingj, og öðlast þá gildi, sé hún samþykt, þar með
2/3 atkvæða allra fulltrúanna. Búnaðarþinginu má þó eigi
breyta nema með samþykki aðalfundar og amtsráða".
Svo hljóðar 17. greinin í lögum fyrir Búnaðarfélag
íslands.
Á búnaðarþinginu síðasta var nefnd skipuð til að
athuga hvort breyta skyldi lögum félagsins, en að sinni
kom eigi annað út af þvi, en að dálítil orðabreyting var
gerð til lagfæringar á fyrsta liðnum í 7 gr. laganna, og
var breyting sú samþykt með samhljóða atkvæðum allra
fulltrúanna á búnaðarþinginu, og þá um leið orðin að
lögum, og er þeirrar breytingar getið í Búnaðarritinu
1903 bls. 252.
Þessi endurskoðunarnefnd á búnaðarþinginu 1903
varð ósammála, vildi meiri hlutinn ekki breyta tilhögun
þeirri, sem nú á sér stað um kosning fulltrúanna, en
minni hlutinn vildi að búnaðarfélögin út um landið eða
formenn þeirra kysu fulltrúana, sem amtsráðin nú kjósa.
í annan stað vildi meiri hlutinn að fulltrúarnir fengju
greiddan ferðakostnað af sjóði Búnaðarfélagsins, en það
er nú sem stendur beint bannað í lögunum. Fyrra á-
greiningsefnið kom eigi til atkvæða af því að tillagan
sú var tekin aftur, og breytingartillagan um ferðakostn-
aðinn féll með jöfnum atkvæðum.
Eg var í nefnd þessari og í minni hlutanum, og vil
láta þess getið, að eg stóð á móti lagabreytingunni um
ferðakostnað úr fólagssjóði mest fyrir þá sök, að eg taldi