Búnaðarrit - 01.01.1905, Síða 239
235
rétt að það nýmæli biði breytinga á fulltrúakosningunni.
Það er sjálfgefið að fulltrúarnir verða að fá ferðakostnað
sinn greiddan, og það ríður einmitt á því að fá búsetta
menn úr öllum fjórðungum landsins. Sem stendur hafa
amtsráðin lagt fram ferðakostnaðinn, að svo miklu leyti
sem hann hefir verið greiddur, en hætti þau að senda
fulltrúa á búnaðarþingið, er eigi sjáanlegt að ferðakostn-
aðurinn vorði tekinn annarstaðar frá en af sjóði félagsins.
í fyrsta hefti Búnaðarritsins 1902 hreyfði eg því, að
tímabært gæti verið að koma á búnaðarfólaga kosning á
fulltrúum búnaðarþingsins, þegar á væri kominn héraða-
félagsskapur i búnaðarmálum, átti eg þar auðvitað að
eins við kosning á þeim 8 fulltrúum, sem amtsráðin hafa
kosið og kjósa nú, eftir lögum, og vakti þar nokkuð
fyrir mér, að í Landbúnaðarfélaginu danska kjósa fólags-
menn beint helming fulltrúanna, en hinn helmingurinn
er kosinn af búnaðarfólögum út um landið, en kjörsvæðin
bundin við ömtin.
Alls eru búnaðarfélögin c. 150 í landinu, nokkur
þeirra fara jafnan á mis við búnaðarstyrkinn, og er ára-
skifti að því. Nú síðastliðið ár voru styrkt 137 félög,
og hafa það flest styrkt verið. í Búnaðarfélagi íslands
eru nú sem stendur 107 búnaðarfólög, 33 af Suðurlandi,
27 vestanlands, 35 nyrðra og 12 af Austurlandi. í þeim
fjórðungi hafa tiltölulega fæst búnaðarfélög gengið inn í
landsbúnaðarfélagið, bara fullur helmingurinn.
Hugsun mín var sú að búnaðarfélög innan hvers
fjórðungs væru saman um að kjósa 2 fulltrúa, en við
að skoða það mál betur, hefi eg séð ýmsa agnúa á því,
sem hér skal þó eigi frekar rakið, og tek eg fyrir mitt
leyti þá tillögu eigi upp aftur.
Allir verða sammála um það, að kosningunni eigi
að haga svo að búnaðarþingið verði sem bezt skipað, og
það getur maður sagt að sé með þeim hætti; að þangað
veijist áhugamennirnir, sem best hafa vitið og mesta
reynsluna í landbúnaði, og að þeir í annan stað séu