Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 240
236
valdir sem jafnast að kostur er úr öllum fjórðungum
landsins.
Þessu hygg eg að bezt yrði náð þegar upp erkom-
inn lögbundinn félagsskapur í hverjum fjórðungnum fyrir
sig til eflingar búnaði. Nú er siíkt fólag myndarloga á
komið norðanlands fyrir riokkru, og er að komast á
laggirnar austanlands, og einhver hugsun er á siíku vestra,
og vart lengi að bíða framkvæmda í þá átt. Eftir er
pá Suðurland eitt, sem sízt finnur til þarfarinnar vegna
þess að það hefir landsbúnaðarfélagið næst sér, en eigi
hefir Suðurland hvað sízt stórmikið verkefni til fólags-
samvinnu fyrir sig í landbúnaðinum.
Slíkum fjórðungsfélögum treysti eg, sem sagt, bezt
til að skipa þau sæti búnaðarþingsins, er félagsmenn
kjósa eigi 1 beinum kosningum. Þá væri með öllu
trygt, ætla eg, að fulltrúar kæmu úr öllum landshlutum
og helztu forgöngumonn búnaðarmála úr öllu landinu
ættu sæti í búnaðarþinginu.
Nú rekur að því, að breyta verður kosningum
til þingsins að því er snertir þessa 8 fulltrúa, þegar
amtsráðin leggjast niður, sem þykir sjáanlegt fyrir, og
eigi mun annað við eiga, en að þeir séu allir kosnir á
sama hátt, svo að Ræktunarfélag Norðurlands og Bún-
aðarsamband Austurlands geta eigi kosið á búnaðarþingið
um sinn, og eigi fyr en samskonar félagsskapur er á
kominn sunnan lands og vestan.
í bili verður þá að finna aðra kosningaraðferð, og
getur þar vart verið um annað að ræða, en að kosning
beri undir alþingi eða sýslunefndir.
Ætla mætti sýslunefndunum einum að kjósa eða
láta alþingi vera eitt um það, og eins mætti skifta á
milli, að alþingi kysi 4, og sýslunefndir hvers fjórðungs
um sig væru saman um einn fulltrúa. Það stendur á
litlu, allra helzt búist maður við því, að sú skipun full-
trúanna verði ekki nema til bráðabirgða.
P. B.