Búnaðarrit - 01.01.1905, Síða 254
250
en til var ætlast, þó hefði vart farið fram úr brunabóta-
iðgjaldi, ef eigi hefði þurft að leggja fram fó til brunn-
gjörðar á ióð skólans, sem varð margfalt dýrari en við
var búist.
Styrkur til náms og ferða í útlöndum hefir verið
veittur skólakennara Jósef J. Björnssyni á Hólum 400
kr.,1 Sigurði ráðunaut Sigurðssyni 600 kr., búfiæðis-
kandídat Halldóri Vilhjálmssyni 500 kr., Stefár.i Marz-
syni úr Eyjafirði 300 kr., rjómabústýru Guðrúnu Jóns-
dóftur 175 kr., rjómabústýru Margréti Sigurðardóttur
150 kr., fjárræktarmanni Hallgrími Þorbergssyni 120 kr.,
Þórhalli Óiafssyni úr Reykjavík 100 kr., Einari ráðu-
naut Helgasyni 500 kr., Jónatan Jósafatsson Líndal úr
Húnavatnssýslu 300 kr.
Af Liebeslegati voru styrktir árið 1903: Benedikt G.
Blöndal úr Húnavatnssýslu, Bergur Helgason úr Vestur-
Skaftafeilssýslu, Stefán Marzson, og Þorsteinn Stefánsson,
úr Austur-Skaftafellssýslu, hver með 100 krónum, en
árið 1904 var vöxtunum varið til að breyta hinum út-
lendu vaxtabréfum í innlend bankavaxtabróf, var það í
ráði árið á undan (sbr. Bún.rit XVII, bls. 238), en komst
fyrst til framkvæmdar í vetur sem leið, og kemur fram
í reikningi 1905.
Af öðrum styrkveitingum féiagsins en þeim er
reikningarnir bera með sér og frá er skýrt í Búnaðar-
ritinu á ýmsum stöðum, mætti meðal annars nefna 250
kr. styrk til Ólafs Hjaltesteðs til að koma upp sláttuvél.
Vélin verður væntanlega reynd nú ásamt 2 öðrum
sláttuvélum meðan búnaðarþingið stendur yfir.
Þá veitti fólagið kand. Ásgeir Torfasyni 200 kr.
styrk til ferðalaga og annars kostnaðar við mórannsókn-
ir. Sami hefir tekið að sér rannsóknir á jarðvegi úr
Gróðrarstöðinni og Viðey, og mun skýrsla hans um það
1) í eamskonar skýrslu fyrir árin 1901—1902 er talið að hon-
um sé veittar 250 kr. (Búnaðarrit XVII, bls. 223), sem or mis-
gáningur, sá hluti styrksins var fyrst útborgaður árið 1903.