Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 266
262
Búnaðarþing-ið 1905.
I. Fundargerðirnar.
I. f u n d u r.
Ár 1905, hinn 26. júní, var búnaðaiþingið sett og
fyrsti fundur þess haldinn í barnaskólahúsi Reykjavíkur.
Viðstaddir voru 11 fuiltrúar.
1. Þórhallur Bjarnarson lektor, forseti félagsins.
2. Eiríkur Briem docent, skrifari félagsins.
3. Magnús Stephensen landshöfðingi.
4. Séra Magnús Helgason, kennari í Flensborg.
Þessir allir kosnir af aðalfundi.
5. Ágúst Helgason í Birtingaholti og
6. Hjörtur Snorrason, skólastjóri á Hvanneyri,
kosnir af amtsráði Suðuramtsins.
7. Július Havsteen amt.maður,
kosinn af amtsráði Vesturamtsins.
8. Pétur Jónsson, umboðsmaður á Gautlöndum og
9. Stefán Stefánsson, kennari á Akureyri,
kosnir af amtsráði Norðuramtsins.
10. Séra Einar Þórðarson, prestur á Bakka og
11. Jónas Eiriksson, skólastjóri á Eiðum,
kosnir af amtsráði Austura.mtsins.
Forseti skýrði frá, að séra Björn Þorláksson á
Dvergasteini væri kusinn fulltrúi Austuramtsins á bún-
aðarþingið, en Jónas Eiríksson á Eiðum, sem nú er
mættur, væri varamaður.
Forseti skýrði og frá, að annar fulltrúi Vesturamts-
ins, Ásgeir Bjarnason i Knararnesi, hefði tilkynt forföll.
Enn fremur skýrði hann frá því, að hann hefði
fengið tilkynningu frá forseta amtsráðsins í Vesturamt-
inu um að amtsráðið þar hefði á fundi sínum 6.-8. þ.
m. kosið Jóhann prófast Þorsteinsson í Stafholti fulltrúa
á búnaðarþingið til þriggja ára, í stað J. Havsteens amt-
manns, sem genginn er úr amtsráðinu.