Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 296
292
Grundtvig hefir með því að koma á fót lýðháskól-
unum vakið danska bændur til umhugsunar og fram-
kvæmda. Öll kensian í lýðháskólunum miðar að því, að
gera nemendurna að andlega heilbrigðum mönnnum,
sjálfstæða í skaplyndi, en undir styi kleika skapsins, heilsu
og viðunanlegri þekkingu er velferð manna mest komin.
Til þess að ná þessu takmarki nota lýðháskólar Grundt-
vigs aðallega sögu ættjarðar sinnar og mannkynsins. —
En vér íslendingar kennum eigi bórnum vorum nó æsku-
]ýð sögu vora!
Markus Peter Blem er borinn og bamfæddur á Borg-
undarhólmi 8. marz 1848, að bóndabæ þeim, er Vænne-
land heitir. Hann ólst upp í heimahúsum og var þar
fylgt kenningum Grundtvigs bæði í trúarmálum og al-
þýðufræðslu. Oft var rætt um landsmál á heimili Blems,
bæði af foreldrum hans og öðrum, enda eru fylgismenn
Grundtvigs áhugamenn um velferðarmál þjóðarinnar.
Blem vandist á starfsemi og nam alla þá vinnu, sem
sveitabændum er títt. Þá er hann var 17 vetra fór hann
á lýðháskólann í Hindholm og var þar einn vetur (1865 —
1866). 1871 gekk hann á lýðháskóla Borgundarhólms, og
er þá talið alt skólanám hans.
1873 keypti Blem Engegaard á Borgundarhólmi og
fór að búa og kvongaðist. Þar býr hann enn, en kona
hans, sem er mikil dugnaðarkona, annast nú, ásamt börn-
um þeirra, mest um búskapinn. Eiga þau hjónin 5 syni
og 3 dætur, og eru fjögur þeirra heima, en tvö eru ný-
lega gipt.
Engegaard er meðaljörð að stærð eftir því sem títt
er í Danmörku. Þar eru jarðir metnar að dýrleika í
tunnum harðkorns, en að flatarmáli eru þær taldar í tunn-
um lands. Tunna lands er 14,000 □ álnir eða svipuð engja-
dagsláttunni hjá oss. Engjagarður er 78 tunnur lands,
og eru af því 70 tunnur akurlendi, en metin er jörð sú
á 71/*, tn. harðkorns. Á Engjagarði eru 24 kýr mjólk-
andi og tíu nautgripir aðrir, ílest ungviði. 8 hestar eru