Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 297
293
þar að jafnaði, og eru stundum keyptir hestar og seldir.
Svínarækt er þar svo mikil að seld eru þaðan 60 tii 70 svín
á ári hverju. Svínin æxlast og þroskast fljótt og geta
því geflð mikinn gróða, ef vel er á haldið og vel farið
með þau. Blem kaupir, eins og margir bændur í Dan-
mörku, maís frá Missisippilöndunum í Ameríku til fóðurs
handa svínum sínum og græðir á því um 2000 kr. á ári.
Það þarf hugsun til þess og þekkingu, að taka upp á
því í Danmörku að græða á íóðurjurtum og korntegund-
um frá öðrum heimsálfum. Hver skyldi ætla það á
íslandi, að danskir bændur athuguðu akra og engjar í
öðrum heimsálfum, tækju eftir hvað fóður kostaði þar,
keyptu það í stórkaupum, létu gufuskip flytja það niður
eftir fljótum, yflr úthafið, sendu það í myllur og létu
mala það, ælu síðan svín á því, og seldu svo útlending-
um aftur flesk, og græddu svo hundrað þúsundum króna
skifti á því áriega.
Sannarlega mundi það einnig borga sig fyrir íslend-
inga að fá maís og hveiti beint frá Ameríku og koma
á beinum viðskiftum þar milli landa.
Biem hafði ekki búið lengi áður en menn tóku eftir
því, hvað í honum bjó og tóku að velja hann til ýmsra
opinberra starfa. 1878 var hann kjörinn formaður fyrir
sóknarráðið, og árið eftir í stjórn landbúnaðarfélagsins,
þar á eyjunni. 1881 var hann kosinn ríkisþingsmaður
(í fólksþingið) í fyrsta kjördæmi Borgundarhólms, og hefir
hann síðan setið á þingi; þykir hann einhver hinn lang-
nýtasti maður, sem sæti á nú á ríkisþinginu; heflr hann
setið 10 ár í fjáriaganefnd fólksþingsins, og verið fram-
sögumaður liennar fjögur síðustu árin í þeim fjármálum,
sem liggja undir landbúnaðar- og samgöngumála-ráðaneytin.
1886 var Blem kjörinn fulltrúi í vátryggingarfélagi
húsa í sveitum, og heflr hann síðan 1890 verið varafor-
maður fulltrúanna og setið í umsjónarráði þess. Félag
þetta mun vera hið stærsta félag á Norðurlöndum og heflr
vátryggt hús íyrir 2200 miij. kr. 1890 var Blem kjör-