Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 302
298
vinnufélagsskapurinn upp og nær þrifum í þeim jarðvegi,
sem var þá orðinn vel undir búinn. Á samvinnufélags-
skap lærðu hinir lágu í mannfélaginu að stjórna sjálfir
málum sínum. Skóli mótgangs og reypslu veitti þjóð
vorri þroska. Og takmarkið var að fela vorum eigin
mönnum velferðar og trúnaðarstörf vor á hendur.
Slíkt heimtaði tiltrú og tiltrú var. sýnd. Húsmaður,
sem átti eina kú eða einn grís, fékk venjulega sama rétt
sem greifinn eða baróninn, er átti kvikfénað, svo hundr-
uðum skifti. Hver maður fékk eitt atkvæði. Sameigin-
legur hugur var hið sterka band, sem'batt menn sam-
an, þar sem samvinnuhugsunin kallaði alla til samvinnu
bæði úr kotum smælingjanna og stói býlum óðalsmanna,
til þess að fá sem mestan arð af hinni dönskujörð. En
forgöngumenn vorir og stjórnarnefndarmenn, slátrunar-
hússtjórar og mjólkurbússtjórar, heimtuðu einnig tiltrú.
Einstakir menn urðu að beygja sig fyrir þeim mönnum,
sem þeir sjálfir höfðu kosið til þess að stjórna samvinnu-
farinu, hvort sem var logn eða stormur.
Sameignarkaupfélög vor.
eru hin elztu samvinnufólög vor. 1866 var hið fyrsta
þeirra sett á stotn í Thisted, á norðanverðu Jótlandi.
Presturinn þar í bænum, Sonne prófastur, stofnaði það.
Hann var frá Borgundarhólmi og fæddur 1817. Honum
þótti þeir menn eigi vera kirkjuræknir, sem hann vildí
sérstaklega tala við, en það voru verkamenn. En hann
var eigi ráðalaus. í hjalli einum niður við höfnina fékk
hann verkamenn til þess að koma saman og hélt fyrir-
lestur fyrir þá um, hvað það er sem vert er að lifa fyrir.
Og samkomur þeirra urðu samræðufundir og séra Sonne
spurði þá og fékk þá til að spyrja sig, til þess að fræða
þá. Þá var það eitt sinn að verkamaður nokkur spurði
séra Sonne, hvoit hann gæti eigi einnig útvegað þeim
brauð hér á jörðinni á auðveldari og ódýrari hátt en nú;
því að það væri svo erfitt fyrir þá að fæða konu og börn.