Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 303
299
Nú fór séra Sonne að brjótast í því að koma á fót
fyrsta sameignarkaupfélaginu í Thisted. Hann tók Roch-
dales-aðferðina sér tii fyrirmyndar. Hann hafði lesið um
hina 28 fátæku vefara á Englandi, sem stofnsettu 1843
hið fyrsta sameignarkaupfólag; þeir voru snauðir og lítil-
mótlegir, en höfðu þó kloflð þritugann hamarinn, og lagt
undirstöðuna undir hin frægu ensku sameignarkaupfélög.
Háð og fyrirlitning hafði eigi unnið á þeim. Nú eru
langt yflr 1600 sameignarkaupfélög á Englandi með fé-
lagatali á þriðju miljón. 1902 var verzlunarupphæð ensku
kaupfélaganna 1545,6 milj. kr. eða helmingi meiri en verzl-
unarupphæð Danaveldis sama ár, er var 435 miij. inn-
fluttar vörur og 320,3 milj. útfluttar vörur, als 755 milj..
Sonne prófastur barðist með mesta dug bæði i ræðu
og riti fyrir stofnun sameignarkaupfélaga um land alt. Eg
heyrði hanntala; hann kunni að kveikja áhuga í mönnum.
1898 taldi hagfræðisskrifstofa ríkisins félög þessi..
Þá voru 130,131 félagar í 831 fólögum; af þeim voru að
eins átta i kaupstöðum með 4633 félögum. Nú mun
félagatalið vera 160,000 og sameignarkaupfélögin rúm-
lega 1000 að tölu.
1896 var sett á stofn hið núverandi „samfélag handa
sameignarkaupfélögum í Danmörku" („Fællesforening for
Danmarks Brugsforeninger"). Árið sem leið (1904) var
verzlunarupphæð félagsins 22,584,000 kr.
Gróði að kostnaði meðtöldum 1,527,000 kr.
Allur kostnaður 21/® #/° 496,000 —
Hreinn ágóði 1,031,000 —
Þau 951 sameignarkaupfélög, sem samfólagið seldi
vörur, fengu 5°/o í ágóða, um 800,000 kr.
Samfélag sameignarkaupfélaganna á nú alls yflr 2
milj. og 200 þús. kr.
Varasjóður er.............. 1,105,000 kr.
Húseignir ..................... 500,000 —
Ýmislegt ...................... 167,000 —
Sameignar stofnfó ............. 441,600 —