Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 305
301
Árið sem ieið(1904)voru 1065 sameignar-nvjólkurbú og
152,400 sameigendur í Danmörku. Mjólkin í búum þess-
um er 4300 milj. pund; er það mjóik úr 870,000 kúm,
en alls eru 1,089,073 kýr 1 landinu. Bú þessi framleiða
166 miij, pund af smjöri og fá 152 milj. króna fyrir það.
Sameignar-slátrunarhús.
Landþingismaður P. Bojsen reisti hið fyrsta sameign-
arslátrunarhús í Horsens árið 1887, og hann heflr síð-
an unnið með óþreytandi eiju að stofnun slátrunarhúsa.
Jótar fóru tvisvar í viku með svín sin til Horsens. Þau
áttu að fara til Ilamborgar; en þeir urðu að greiða 35
aura fyrir að vega þau, og þeir voru eigi afgreiddir, nema
þeir gæfu drykkjufé. Þeir urðu því að borga 50 aura
fyrir hvert svín. Þá tókst P. Bojsen á hendur að fá
gjald þetta afnumið. En er það heppnaðist eigi, gerði
hann bændum Ijóst, að það kosiaði eigi meira að setja
sameignarslátrunarhús á stofn, en næmi gjaldi þessu. Þá
reistu þeir slátrunarhúsið.
Nú eiga danskir bændur 31 sameignar-slátrunarhús.
Sameigendurþeirraeru 70,000. 1904 var slátrað 1,133,421
svinurn í þeim og þau seldust fyrir 54^/2 milj, kr.
Auk þess flytja sameignar-slátrunarhúsin út egg og kjöt
og var það árið sem leið: egg fyrir 2,4 milj. og kjöt fyrir
2 milj. Alls útflutningur fyrir hér um bil 59 milj. kr.
1903 var slátrað 928,850 svínum. Upphæð alls
55 milj kr.
1902 var slátrað 777,232 svínum, verð 45 milj. kr.
Síðan 1887 heflr verið slátrað 8,809,308 svíuum i
sameignar-slátrunarhúsum. Yerð þeirra er 445 miij. kr.
Eggjasameignarsala.
„Danskt sameignarfólag til þess að ilytja út egg“
var fyrst stofnað 1895. Það var orðið nærri ómögulegt
að selja dönsk egg á enskum markaði. Ráðunautur rík-
isins Haraldur Faber benti oss á, að nauðsynlegt væri