Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 314
BIO
í Kaupmannahöfn búa til og blanda fosforlýsi til sölu
handa hinum sjúku svínum félaga sameignarslátrunar-
húsanna. Hjá stórkaupmanni Salomon Davidsen í Kaup-
mannahöfn, sem verzlun rekur á íslandi, gátum vér
fengið lýsi fyrir 23 aura pundið. Hann átti 40,000 pd.
fyrirliggjandi í kjallara sínum. Það liafði cigi selst mik-
ið af því síðastliðið ár. Hann kvaðst geta látið oss fá
lýsi eins mikið og vér vildum.
En vér seldum 33,000 flöskur af lýsi á þremurvik-
um, og þá var kjallari Salomons Davidsens tæmdur, og
nú varð hann að kaupa iýsi handa oss hjá öðrum.
Kaupmaður Mortensen frá Færeyjum, sem eg varð
samferða á leiðinni hingað, sagði mér, að lýsiskjallari
hans hefði einnig verið tæmdur. Salomon Davidsen
haíði fengið alt lýsi hans, og hann gat eigi skilið, hvílík
eftirspurn varð alt í einu eftir lýsi.
Á meðan þetta gerðist, gerðu lyfsalar, lyfjafræðing-
ar og dýralæknar allmikið uppþot út af þessu, og það
studdi að því, þótt það væri eigi ætlun þeirra, að vér
fengum lýsisverzlunina látna frjálsa.
Svo hætti samlagsskrifstofa sameignarslátrunarhús-
anna að selja lýsi, en nú verzlar Salomon Davidsen
milligöngulaust við dýralækna, lyfsala og sameignarkaup-
iélög.
En vér fengum læknað grísina í Danmörku með lýsi.
[Höfundurinn hafði eigi ritað upp allan fyrirlesturinn, svo
að hann er eigi þýddur orðréttur, en þó er farið sem nœst því
er hann sagði, þótt sumt sé dálítið styttra, og einu atriði aukið
við, — um stjörn samvinnufélaganna, — af höfundinum sjalfum.
Þýtt hefir
Bogi Th. Melstcð.