Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 316
312
skaða fyrir félagsmenn og armæðu og óþæginda fyrir bú-
stýrur, sem eiga að vinna í þeim.
Utan á grindinni þurfa að vera plægð, óhefluð eins
þumlungs borð, þar utan á asfaltpappi og yzt gal-
vaniserað bárujárn. Innan á grindina sé fyrst klætt með
pappa og síðan með */* þml. plægðum borðum. Þak utan á
sperrum ætti að leggjast á sama hátt og ytri klæðning
á húsum [borð, pappi, járn].
Gluggar þurfa að standast á, svo hægt sé að opna
þá á vixl eftir veðurstöðu, oe sé gengið svo frá þeim
að hœgt sé að opna þá.
Eg vil geta þess að af 15 rjómaskálum, er eg heim-
sótti, voru 8 þannig gerðir, að ekki var hægt að opna
nokkra smugu. Á hinum 7 var hægt að opna glugga
að meira eða minna leyti, en ekki virtist mér það vera
venja á fleirum en 4 að nota þetta hreinlætis- og heil-
brigðismeðai.
Gólfin eru miður góð í flestum skálunum, halla þau
of lítið að skólprennum, og ætti að gera við þau strax
á haustin svo þau verði orðin hörð á vorin, er tekið er
til starfa. Ágætt er að leggja í sement harðbrenda steina
„Jærnklinker" eða „Ironbricks". Þeir steinar eru brendir
í Engiandi og í Svíþjóð. Stærð þeirra er: 8X8" eða
6X12", þykt 21/*". Þetta mundi þykja dýrt í bráð, en
ekki í lengd. Skólprennan þarf að koma út úr húsinu,
þar sem iækurinn nær sem fyrst í öll óhreinindi til að
flytja þau burtu, og ekki má hafa safngryfjur inni í hús-
inu, eða eins og það er á Torfastöðum, þar sem ræsið
kemur beint fram úr dyrum og eykur óþverra og ólykt,
er mjólkurleifar rotna, enda er þar fátt til fyrirmyndar
og þurfa þeir Tungnamenn að. taka sér fram.*)
*) Geta má þcss, að í ráði var veturinn 1904—5 að
færa bú þetta á annan stað í svcilinni, en komst eigi til
framkvæmda, en vegna þess var slegið slöku við umbætur
á skálanum. Alhs. Úlg.