Búnaðarrit - 01.01.1905, Síða 317
313
Þá er herbergjaskipun miður góð, ef hægt er að tala
um slíkt, par sem víða eru að eins tvö herbergi til. Auk
mótökuskálans og smjörskáláns ætti að minsta kosti að
vera til þriðja herbergið fyrir ,hitunarvél og fitumæli,
því hvorttveggja eykur megnan óþef, sérstaklega þar sem
ekki er hægt að opna glugga. Einnig mætti, ef skúr
væri bygður við annan enda hússms, þilja hann sundur
og hafa annan heíminginn fyrir rjómapósta, og hleypa
þeim aldrei lengra inn en þangað, því íslenzku skórnir
eru svo óþriflegir í vætutið, að þeir eru ekki húshæfir.
Búi bústýran í skálanum, þarf hún pláss fyrir reið-
týgi sín og annan farangur, því lítil veggjaprýði eðaþrifn-*
aður er að því inni í móttökuskálanum, auk þess sem
tómar tunnur, kalk, salt o. fl. ætti að geymast í sér-
stöku rúmi. Salt þarf að geymast á þurrum og góðum
stað, þar sem það getur ekki sogið í sig raka úr loftinu.
Ekki má geyma það í pokum, heldur tunnum, en þó
betra í kössum til þess gerðum, standa þeir á lágum
tréfótum, þarf lok yfir kassann, svo ekki falli óhreinindi
niður í saltið.
Beztur þókti mér skálinn í Hróarsholti, enda var öll
umgengni þar hin bezta hjá bústýru Herborgu Þórarins-
dóttur, og sást slík umgengni óvíða, nema ef vera skyldi
í Arnarbæli hjá bústýru Margréti Sigurðardóttur, og er
þó skálinn þar fremur lélegur. Yar þar alt er hún gat
ráðið við í bezta lagi, enda hefir hún dvalið í Danmörku
og lært þar nýjustu og beztu aðferð við smjörgerð, og
mundu fleiri bústýrur hafa gott af slíku.*
Skálann í Hróarsholti álít eg fyrirmynd, væri hann
dálítið stærri; þar vantar, eins og alstaðar annarstaðar,
sérstakan klefa fyrir hitunarvél. Smjörkjallarinn. undir
svefnklefanum ætti að vera töluvert hærri og. gólftð betra.
Það þarf að vera steinlímt, en engu síður þurfa smjör-
kútarnir að sanda á þykkum trérimlum, svo loft kom-
*) í vetur eru 4 bústýrur við framhaldsnám i Dan-
mörku og meðal þeirra Herborg Þórarinsdóttir. Aths. Úlg